Maðurinn sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er kominn fram heill á húfi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Lýst var eftir manninum í dag eftir að ekkert hafði spurst til hans frá því í gærmorgun.
Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina.
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Sylvía Hall skrifar
