Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 20:05 Trump og Erdogan ræða saman í júlí. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“ Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“
Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11