Ingólfur greiðir sér 300 milljónir í skugga launalækkana starfsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 12:07 Ingólfur Abrahim Shahin hefur efnast vel hjá Guide to Iceland. Guide to Iceland Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem Mbl greindi frá fyrir helgi. Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, sagði að stjórn félagsins hefði ákveðið að greiða 563 milljónir króna í arð. Stjórnarformaður Guide to Iceland er Ingólfur Abrahim Shahin sem á rúmlega 55 prósenta hlut í félaginu. Ingólfur fær því rúmlega 300 milljónir króna í arðgreiðslur fyrir síðasta ár. Þetta er annað árið í röð sem Ingólfur greiðir sér 300 milljóna króna arð út úr fyrirtækinu. Athygli vakti í sumar þegar Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum og starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Var um að ræða viðbrögð vegna gjaldþrots WOW air. Stundin hefur fjallað töluvert um málefni starfsfólks Guide to Iceland. Í frétt miðilsins fyrir ári var greint frá því að starfsfólkinu væri gert að setja upp sérstakt forrit á tölvum sínum sem gerir yfirmönnum kleift að fylgjast náið með því sem starfsmenn gera í tölvum sínum á vinnutíma. Gætti nokkurrar óánægju meðal starfsmanna með eftirlitið. Þá sagði ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now að Ingólfur hefði rekið hana úr starfi þegar hún neitaði að nýta frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið. Ingólfur, sem er 38 ára, keypti sér fasteign á síðasta ári og var hún ekki af verri endanum. Um er að ræða 433 fermetra einbýlishús við Fjölnisveg 11 en húsið hefur meðal annars verið í eigu Hannesar Smárasonar, Skúla Mogensen og Guðmundar Kristjánssonar í Brim. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið á undan var 690 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem Mbl greindi frá fyrir helgi. Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, sagði að stjórn félagsins hefði ákveðið að greiða 563 milljónir króna í arð. Stjórnarformaður Guide to Iceland er Ingólfur Abrahim Shahin sem á rúmlega 55 prósenta hlut í félaginu. Ingólfur fær því rúmlega 300 milljónir króna í arðgreiðslur fyrir síðasta ár. Þetta er annað árið í röð sem Ingólfur greiðir sér 300 milljóna króna arð út úr fyrirtækinu. Athygli vakti í sumar þegar Guide to Iceland sagði upp ellefu starfsmönnum og starfsfólk var látið taka á sig launalækkun. Var um að ræða viðbrögð vegna gjaldþrots WOW air. Stundin hefur fjallað töluvert um málefni starfsfólks Guide to Iceland. Í frétt miðilsins fyrir ári var greint frá því að starfsfólkinu væri gert að setja upp sérstakt forrit á tölvum sínum sem gerir yfirmönnum kleift að fylgjast náið með því sem starfsmenn gera í tölvum sínum á vinnutíma. Gætti nokkurrar óánægju meðal starfsmanna með eftirlitið. Þá sagði ritstjóri vefblaðsins Guide to Iceland Now að Ingólfur hefði rekið hana úr starfi þegar hún neitaði að nýta frítíma sinn í að skrifa fréttir fyrir fyrirtækið. Ingólfur, sem er 38 ára, keypti sér fasteign á síðasta ári og var hún ekki af verri endanum. Um er að ræða 433 fermetra einbýlishús við Fjölnisveg 11 en húsið hefur meðal annars verið í eigu Hannesar Smárasonar, Skúla Mogensen og Guðmundar Kristjánssonar í Brim.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13 Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27 Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00 Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota. 5. júní 2019 14:13
Guide to Iceland fær rúmlega 2 milljarða fjárfestingu Bandaríska ráðgjafa- og eignarstýringafyrirtækið State Street Global Advisors hefur fjárfest í bókunarfyrirtækinu Guide to Iceland fyrir 20 milljónir bandaríkjadala 7. september 2018 13:27
Leiðsögumenn segja Guide to Iceland hafa klúðrað jólum hátt í 40 ferðamanna Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland. 28. desember 2018 16:00
Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn. 30. júlí 2018 07:30