Landnámshænur leigðar sumarbústaðaeigendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2019 19:15 Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira