Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. 69-94 Fjölnir | Fjölnismenn kafsigldu Þórsurum fyrir norðan Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. október 2019 21:45 Fjölnismenn komnir á blað mynd/fésbókarsíða Fjölnis Þórsarar fengu Fjölnismenn í heimsókn í 2.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Bæði lið nýliðar í deildinni og töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferðinni. Gestirnir tóku frumkvæði strax í upphafi leiks og voru búnir að búa til níu stiga forystu snemma leiks. Áfram héldu þeir að sigla fram úr frekar vonlitlum heimamönnum og leiddu Fjölnismenn með nítján stigum í leikhléi, 30-49. Fjölnismenn héldu áfram yfirburðunum í þriðja leikhluta þó heimamenn hafi sýnt klærnar inn á milli. Fjölnismenn leiddu með átján stigum að honum loknum, 52-70. Fjórði leikhluti var keimlíkur hinum þremur leikhlutunum. Fjölnismenn héldu áfram að auka við forskotið og gerðu það nokkuð áreynslulaust. Fór að lokum svo að Fjölnir vann gífurlega öruggan 25 stiga sigur, 69-94.Afhverju vann Fjölnir? Fjölnismenn voru töluvert betri í öllum þáttum leiksins sem orsakaðist kannski að einhverju leyti af því að leikmenn þeirra virtust vera töluvert tilbúnari til þess að leggja sig að fullu fram í verkefnið. Þeir voru mun ákveðnari á báðum endum vallarins. Einhverjir vilja svo líklega setja spurningamerki við upplegg Lárusar Jónssonar, þjálfara Þórs, varðandi það hvernig hann dreifði spilamínútum. Þórsarar spiluðu leikinn á átta mönnum á meðan Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, spilaði á sex leikmönnum og hélt atvinnumönnunum sínum inná nær allan leikinn. Bestu menn vallarins Victor Moses, Jere Vuvica og Srdjan Stojanovic sáu að öllu leyti um leik Fjölnis. Þeir skoruðu allir yfir 20 stig en Moses skilaði sömuleiðis 20 fráköstum, þar af 7 sóknarfráköstum. Róbert Sigurðsson gerði vel í að spila þríeykið uppi og endaði með 9 stoðsendingar. Ekki er hægt að taka neinn út í liði heimamanna þar sem spilamennska þeirra var hreinlega afleit.Hvað gekk illa?Heimamenn skutu boltanum afar illa fyrir utan það að sýna lítinn áhuga á að spila vörn á löngum köflum. Hittu aðeins þremur þriggja stiga skotum í 26 tilraunum á meðan Fjölnismenn voru 8 af 27 í þriggja stiga körfum. Til marks um vanmátt Þórs í vörninni má benda á að Fjölnir tók 16 sóknarfráköst.Hvað er framundan?Fjölnismenn eru á leiðinni í verkefni af allt öðrum toga í næstu umferð þar sem þeir fá að reyna sig við langbesta körfuboltalið landsins þar sem KR-ingar heimsækja Grafarvoginn. Á sama tíma halda Akureyringar til Þorlákshafnar og heyja baráttuna um Þórsnafnið. Falur: Erum ekki komnir í þessa deild bara til að vera með„Nei þetta var ekkert þægilegt. Það þarf að hafa fyrir öllum sigrum í körfubolta og ég er bara sáttur við að koma hingað og ná í tvö stig. Við spiluðum vel mest allan leikinn og uppskárum 25 stiga sigur svo ég er bara mjög sáttur,“ sagði sigurreifur Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, í leikslok. „Það kom smá kafli í upphafi 3.leikhluta þar sem mér fannst mínir menn eilítið værukærir. Ég tók leikhlé og mér fannst þeir bregðast vel við.“ Fjölnir tapaði fyrir Val í 1.umferð en lék þá án Victor Moses sem var besti maður vallarins í Höllinni í kvöld og réðu Þórsarar ekkert við hann. „Það myndi öllum liðum muna mikið um þennan leikmann. Hann hefur lítið æft og var þreyttur en það var ekki að sjá á honum með 29 stig og 20 fráköst. Hörkuleikur hjá honum,“ „Já. Við erum ekki komnir í þessa deild bara til að vera með. Við ætlum að veita öllum keppni og stela óvæntum sigrum hér og þar,“ sagði Falur, ákveðinn að lokum. Lárus: Við getum ekki spilað verr en þettaLárus Jónsson, þjálfari Þórs, var eðlilega vonsvikinn í leikslok. „Þetta var mjög lélegur leikur hjá okkur og miklu verri en ég bjóst við. Mér fannst vanta allan baráttuanda í okkur. Við vorum of fljótir að hengja haus. Við náðum ekkert að frákasta og skorum bara 69 stig. Við erum að hitta alltof illa á okkar heimavelli,“ segir Lárus. Hvað útskýrir það að menn berjist ekki og það í leik sem skiptir gífurlegu máli fyrir Þórsliðið? „Það vissu allir að þetta væri mjög mikilvægur leikur. Stundum er það bara þannig að leikmenn byrja að koðna niður og ná ekki upp þessari stemningu sem þarf. Til að við vinnum leiki þurfa allir að berjast og sýna alvöru Þórshjarta en því miður tókst það ekki í kvöld,“ sagði Lárus sem er sannfærður að hans menn svari þessum leik á réttan hátt. „Ég held það verði ekki erfitt að rífa strákana upp, andlega, eftir þetta. Við getum ekki spilað verr heldur en við spiluðum í kvöld.“ Lárus rúllaði liði sínu á 8 leikmönnum í kvöld á meðan Fjölnismenn spiluðu á 6 leikmönnum. „Ég taldi að það yrði eitt af okkar vopnum í kvöld; að við myndum ná að þreyta þá en það var ekki þannig. Fjölnir stjórnaði hraðanum í leiknum og við náðum aldrei að gera þetta að hröðum leik til að þreyta þeirra lykilmenn. Við náðum ekki að nýta okkur það að rúlla á fleiri mönnum,“ sagði Lárus að lokum. Dominos-deild karla
Þórsarar fengu Fjölnismenn í heimsókn í 2.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Bæði lið nýliðar í deildinni og töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferðinni. Gestirnir tóku frumkvæði strax í upphafi leiks og voru búnir að búa til níu stiga forystu snemma leiks. Áfram héldu þeir að sigla fram úr frekar vonlitlum heimamönnum og leiddu Fjölnismenn með nítján stigum í leikhléi, 30-49. Fjölnismenn héldu áfram yfirburðunum í þriðja leikhluta þó heimamenn hafi sýnt klærnar inn á milli. Fjölnismenn leiddu með átján stigum að honum loknum, 52-70. Fjórði leikhluti var keimlíkur hinum þremur leikhlutunum. Fjölnismenn héldu áfram að auka við forskotið og gerðu það nokkuð áreynslulaust. Fór að lokum svo að Fjölnir vann gífurlega öruggan 25 stiga sigur, 69-94.Afhverju vann Fjölnir? Fjölnismenn voru töluvert betri í öllum þáttum leiksins sem orsakaðist kannski að einhverju leyti af því að leikmenn þeirra virtust vera töluvert tilbúnari til þess að leggja sig að fullu fram í verkefnið. Þeir voru mun ákveðnari á báðum endum vallarins. Einhverjir vilja svo líklega setja spurningamerki við upplegg Lárusar Jónssonar, þjálfara Þórs, varðandi það hvernig hann dreifði spilamínútum. Þórsarar spiluðu leikinn á átta mönnum á meðan Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, spilaði á sex leikmönnum og hélt atvinnumönnunum sínum inná nær allan leikinn. Bestu menn vallarins Victor Moses, Jere Vuvica og Srdjan Stojanovic sáu að öllu leyti um leik Fjölnis. Þeir skoruðu allir yfir 20 stig en Moses skilaði sömuleiðis 20 fráköstum, þar af 7 sóknarfráköstum. Róbert Sigurðsson gerði vel í að spila þríeykið uppi og endaði með 9 stoðsendingar. Ekki er hægt að taka neinn út í liði heimamanna þar sem spilamennska þeirra var hreinlega afleit.Hvað gekk illa?Heimamenn skutu boltanum afar illa fyrir utan það að sýna lítinn áhuga á að spila vörn á löngum köflum. Hittu aðeins þremur þriggja stiga skotum í 26 tilraunum á meðan Fjölnismenn voru 8 af 27 í þriggja stiga körfum. Til marks um vanmátt Þórs í vörninni má benda á að Fjölnir tók 16 sóknarfráköst.Hvað er framundan?Fjölnismenn eru á leiðinni í verkefni af allt öðrum toga í næstu umferð þar sem þeir fá að reyna sig við langbesta körfuboltalið landsins þar sem KR-ingar heimsækja Grafarvoginn. Á sama tíma halda Akureyringar til Þorlákshafnar og heyja baráttuna um Þórsnafnið. Falur: Erum ekki komnir í þessa deild bara til að vera með„Nei þetta var ekkert þægilegt. Það þarf að hafa fyrir öllum sigrum í körfubolta og ég er bara sáttur við að koma hingað og ná í tvö stig. Við spiluðum vel mest allan leikinn og uppskárum 25 stiga sigur svo ég er bara mjög sáttur,“ sagði sigurreifur Falur Harðarson, þjálfari Fjölnis, í leikslok. „Það kom smá kafli í upphafi 3.leikhluta þar sem mér fannst mínir menn eilítið værukærir. Ég tók leikhlé og mér fannst þeir bregðast vel við.“ Fjölnir tapaði fyrir Val í 1.umferð en lék þá án Victor Moses sem var besti maður vallarins í Höllinni í kvöld og réðu Þórsarar ekkert við hann. „Það myndi öllum liðum muna mikið um þennan leikmann. Hann hefur lítið æft og var þreyttur en það var ekki að sjá á honum með 29 stig og 20 fráköst. Hörkuleikur hjá honum,“ „Já. Við erum ekki komnir í þessa deild bara til að vera með. Við ætlum að veita öllum keppni og stela óvæntum sigrum hér og þar,“ sagði Falur, ákveðinn að lokum. Lárus: Við getum ekki spilað verr en þettaLárus Jónsson, þjálfari Þórs, var eðlilega vonsvikinn í leikslok. „Þetta var mjög lélegur leikur hjá okkur og miklu verri en ég bjóst við. Mér fannst vanta allan baráttuanda í okkur. Við vorum of fljótir að hengja haus. Við náðum ekkert að frákasta og skorum bara 69 stig. Við erum að hitta alltof illa á okkar heimavelli,“ segir Lárus. Hvað útskýrir það að menn berjist ekki og það í leik sem skiptir gífurlegu máli fyrir Þórsliðið? „Það vissu allir að þetta væri mjög mikilvægur leikur. Stundum er það bara þannig að leikmenn byrja að koðna niður og ná ekki upp þessari stemningu sem þarf. Til að við vinnum leiki þurfa allir að berjast og sýna alvöru Þórshjarta en því miður tókst það ekki í kvöld,“ sagði Lárus sem er sannfærður að hans menn svari þessum leik á réttan hátt. „Ég held það verði ekki erfitt að rífa strákana upp, andlega, eftir þetta. Við getum ekki spilað verr heldur en við spiluðum í kvöld.“ Lárus rúllaði liði sínu á 8 leikmönnum í kvöld á meðan Fjölnismenn spiluðu á 6 leikmönnum. „Ég taldi að það yrði eitt af okkar vopnum í kvöld; að við myndum ná að þreyta þá en það var ekki þannig. Fjölnir stjórnaði hraðanum í leiknum og við náðum aldrei að gera þetta að hröðum leik til að þreyta þeirra lykilmenn. Við náðum ekki að nýta okkur það að rúlla á fleiri mönnum,“ sagði Lárus að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“