Bíó og sjónvarp

Ný stikla úr Bergmáli frumsýnd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergmál verður frumsýnd 22.nóvember.
Bergmál verður frumsýnd 22.nóvember.
Vísir frumsýnir í dag nýjustu stikluna úr kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Bergmál.

Myndin gerist í desember, hefst á aðventunni og endar á nýársdag. Bergmál var frumsýnd á hinni virtu Locarno kvikmyndahátíð í Sviss um miðjan ágúst þar sem hún vann aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins.

Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól og verður frumsýnd 22.nóvember.

Á meðan Ísland er í óða önn að gera sig tilbúið fyrir hátíðarnar, er einkennilegt andrúmsloft að falla yfir landið og fólk finnur bæði fyrir spennu og áhyggjum. Eyðibýli stendur í ljósum logum í sveitinni, í grunnskóla eru krakkar að leika í jólasöngleik, í sláturhúsi, dángla nauta skánkar, í miðju safni stendur kona og rífst í símann, ungur strákur fær ömmu sína til að prófa nýju sýndarveruleika gleraugun sín... Í gegnum 59 senur, dregur myndin fram bæði biturð og blíðu í nútíma samfélagi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×