Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:12 Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira