The Guardian tekur árlega saman lista yfir efnilegustu knattspyrnumenn heims og á listanum í ár eru alls 60 leikmenn. Andri Lucas er eini Íslendingurinn á lista.
Á meðal leikmanna á listanum ber helsta að nefna Ansu Fati (Barcelona) og Eduardo Camavinga (Rennes) sem hafa látið að sér kveða með aðalliðum sinna félaga á yfirstandandi leiktíð.
Í samantektinni segir að Andri Lucas sé fæddur markaskorari; virkilega líkamlega sterkur og góður í loftinu auk þess að vera fljótur, teknískur og jafnvígur á hægri og vinstri fæti.
Le Guardian a publié une liste des 60 plus grands talents mondiaux de la génération 2002.Börsungar sitja eftir með sárt enniðÍ samantektinni er einnig vakin athygli á því að stuðningsmenn Barcelona hafi rekið upp stór augu þegar Andri Lucas gekk í raðir Real Madrid í ljósi þess að Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra, er í miklum metum hjá Katalóníustórveldinu eftir dvöl sína þar frá 2006-2009.
Côté nordique on retrouve :
/ Mohammed Daramy (FC Copenhague)
Andri Lucas Gudjohnsen (Real Madrid)
Tim Prica (Malmö FF)
3 beaux talents dont on reparlera!https://t.co/M0W8gK5ydN
— Nordisk Football (@NordiskFootball) October 10, 2019
Andri Lucas gekk í raðir Real frá Barcelona síðasta sumar en hann lék einnig með Espanyol á sínum yngri árum auk þess að spila með HK á yngri flokka mótum hér á landi.
Andri hefur leikið 28 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 12 mörk.