„Það var köld tuska í andlitið“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. júlí 2025 22:35 Hlín í þann mund að skora annað mark Íslands í leiknum Vísir/Getty Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans. Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira