OZ nælir í 326 milljóna styrk Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 09:15 Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón. Nýsköpun Tækni Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira