Miðjumaðurinn gekk í raðir Juventus án greiðslu sumarið 2018 en hann hefur einungis komið inn á sem varamaður í þremur leikjum það sem af er tímabilinu í ítalska boltanum.
Í þokkabót var hann ekki valinn í Meistaradeildarhóp Juventus en hann spilaði hins vegar allan leikinn fyrir Þýskaland í gær sem gerði 2-2 jafntefli við Argentínu.
„Ég er ekki ánægður hjá Juventus. Ég er ekki að spila mikið en á síðastu leiktíð spilaði ég mikið. Sérstaklega í mikilvægum leikjum með Juventus og ég spilaði vel þar,“ sagði Can eftir leikinn.
He walked out on Liverpool 16 months ago.
Now Emre Can has admitted he's unhappy at Juventus - and taken aim at Maurizio Sarri https://t.co/rbv81pakrBpic.twitter.com/8qJNG5fx2Q
— Mirror Football (@MirrorFootball) October 10, 2019
„Ég hef ekki fengið tækifæri á þessari leiktíð en ég held að þegar ég kem aftur til félagsins núna þá muni ég fá mín tækifæri.“
Þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá Maurizio Sarri, stjóra Juventus, var hann valinn í þýska landsliðið.
„Ég er þakklátur Joachim Löw því ég spila ekki mikið hjá félaginu en samt er ég valinn. Hann gaf mér tækifæri og ég er ánægður með að fá að spila.“