Ofboðslega mikið áfall og algjörlega fyrirvaralaust Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2019 09:00 Síðastliðin vika hefur verið erfið fyrir Hauk, Guðríði og alla fjölskylduna. „Í sumar kom í ljós að við ættum von á barni og ekki bara einu heldur tveimur. Seinna kom síðan í ljós að þetta væru eineggja tvíburar. Ég vissi ekki að eineggja tvíburar væru alltaf af sama kyni en það er víst þannig og við áttum því von á tveimur drengjum,“ segir Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands. Bakþankar Hauks í Fréttablaðinu í gær vöktu athygli þar sem hann lýsir því þegar þau Guðríður Magndís Guðmundsdóttir eignuðust tvíburadrengi í síðustu viku. Drengirnir fæddust andvana. Í bakþönkunum fer Haukur yfir það hvað hann hefði viljað upplifa með drengjunum í framtíðinni. Haukur og Guðríður eiga tvö börn fyrir sem eru sjö og níu ára. „Þegar fólk á von á eineggja tvíburum þá er alltaf mun meira eftirlit með slíkri meðgöngu heldur en öðrum meðgöngum því það eru einhverjir hættuþættir sem geta verið til staðar. Við þurftum því að fara á tveggja vikna fresti í sónar og við fórum í slíkan sónar fyrir þremur vikum. Þá var allt í góðu lagi og þó svo að annar tvíburinn hafi alltaf verið aðeins minni en hinn þá er það ekkert óeðlilegt og vel fylgst með því reglulega,“ segir Haukur. Í framhaldinu fór fjölskyldan með son þeirra í aðgerð á spítala í London og voru þau þar saman í tvær vikur.Ekkert vitað „Svo þegar við mættum aftur heim til Íslands var farið aftur í þennan sónar, bara daginn eftir að við komum heim. Þá var bara allur hjartsláttur farinn og læknirinn sem annaðist þá skoðun þurfti að tilkynna okkur þær hræðilegu fréttir. Þetta var ofboðslega mikið áfall og algjörlega fyrirvaralaust,“ segir Haukur. Ekki er vitað hvað varð til þess að svo sorglega fór. „Þetta hafði allt verið mónitorað vel og meðgangan gekk bara mjög vel og ekkert benti til þess að eitthvað væri að fara gerast. Það kom ekkert upp á og þetta bara gerðist væntanlega dagana fyrir þennan sónar. Ofan á sjokkið sem þessu fylgir fer þarna af stað ferill sem þarf að eiga sér stað. Hún er gengin þarna rúmar 22 vikur og þarf því að fæða drengina. Það var svolítið sjokk líka að vita það að við ættum að mæta tveimur dögum seinna upp á spítala og þá færi bara fæðingarferli í gang. Við fórum í þennan sónar á mánudaginn í síðustu viku og á miðvikudagsmorgun vorum við mætt á fæðingardeildina til þess að fæða báða drengina. Hún fær töflur til þess að koma af stað fæðingu. Það var erfitt og furðulegt að bíða í þessa tvo daga eftir þessari fæðingu og við vissum í raun ekkert hvað við værum að fara út í. Við fengum alveg ofurgóð viðbrögð frá öllum sem störfuðu þarna á fæðingardeildinni og það voru allir rosalega hjálpsamir og sýndu okkur mikinn skilning.“ Hann segir að fæðingarferlið hafi tekið tólf klukkustundir.Fagleg og góð aðstoð frá starfsfólki spítalans „Drengirnir fæddust um kvöldið, korteri fyrir sjö og síðan klukkan átta. Við hittum sjúkrahússprest fyrir og eftir fæðingarnar sem var mjög hjálplegur og fór svona í gegnum ákveðið ferli með okkur. Það var gott að tala við hann. Svo dvöldumst við þarna á spítalanum um nóttina. Morguninn eftir hittum við síðan aftur prest sem fór líka í gegnum ferlið með okkur. Það eru allskonar ákvarðanir sem þarf að taka sem koma óvænt að manni. Það er t.d. hlutir eins og hvort við viljum fá að sjá tvíburana eftir að þeir fæðast eða ekki. Hvort við viljum láta setja þá í kistu, hvort það eigi að grafa þá eða brenna þá. Viljum við gefa þeim nöfn og svona hitt og þetta,“ segir Haukur. Hann bætir við að þau hafi fengið mjög góða aðstoð frá fagfólki á spítalanum sem þau séu þakklát fyrir.Haukur þakkar starfsfólki Landspítala fyrir fagleg og góð vinnubrögðfréttablaðið/anton brink„Síðan á fimmtudagsmorgun, daginn eftir að þeir komu í heiminn, var stutt og falleg kveðjustund á spítalanum með fjölskyldu okkar og börnunum okkar. Þar voru þeim gefin nöfnin Haraldur og Heiðar. Að þessu loknu var erfitt að fara síðan af fæðingardeildinni og skilja þá eftir,“ segir Haukur. Hann lýsir því hvernig ferlið var eftir að drengirnir tveir komu í heiminn. Þau hafi fengið að sjá þá um leið. „Þeir eru síðan settir í kælivöggu en andvana börn fá að vera hjá foreldrum sínum eins mikið og foreldrar vilja. Við höfðum þá mikið hjá okkur. Í þessa tólf tíma er maður að bíða eftir einhverju sem er ekkert mjög spennandi, ekki eins og með venjulega fæðingu sem er mikil tilhlökkun er við endann á göngunum. Það sem kom hins vegar á óvart var hversu þroskaðir og stórir einstaklingar þetta voru. Það var mjög hollt og gott að fá að sjá þá og ekki eins og ég hefði átt von á. Maður var búinn að mikla þetta fyrir sér og draga upp svartari mynd af því heldur en raun bar vitni.“ Hann segir að fagfólk spítalans hafi boðið þeim alla þá þjónustu sem hugsast getur. „Við hittum sjúkrahússprestana og svo koma ljósmæður að heimsækja okkur á hverjum degi. Einnig eru félagsráðgjafar sem starfa hjá spítalanum sem ráðleggja fólki varðandi réttarstöðu þeirra í tengslum við vinnu eða fæðingarorlof og svoleiðis hlutum. Þessi praktísku atriði. Svo fáum við einnig sálfræðiaðstoð. Það hefur verið tekið mjög vel á móti okkur í öllu þessu ferli og við höfum fengið mjög góða aðstoð frá starfsfólki spítalans og líka hefur fjölskyldan og vinir sýnt okkur mikinn hlýhug á þessum dögum. Ég vil fá að þakka öllu þessu fólki fyrir kærleikann sem þau hafa sýnt okkur.“ Viðtal Tengdar fréttir Tómhentur af fæðingardeild Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. 29. október 2019 09:15 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Í sumar kom í ljós að við ættum von á barni og ekki bara einu heldur tveimur. Seinna kom síðan í ljós að þetta væru eineggja tvíburar. Ég vissi ekki að eineggja tvíburar væru alltaf af sama kyni en það er víst þannig og við áttum því von á tveimur drengjum,“ segir Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður og forseti Golfsambands Íslands. Bakþankar Hauks í Fréttablaðinu í gær vöktu athygli þar sem hann lýsir því þegar þau Guðríður Magndís Guðmundsdóttir eignuðust tvíburadrengi í síðustu viku. Drengirnir fæddust andvana. Í bakþönkunum fer Haukur yfir það hvað hann hefði viljað upplifa með drengjunum í framtíðinni. Haukur og Guðríður eiga tvö börn fyrir sem eru sjö og níu ára. „Þegar fólk á von á eineggja tvíburum þá er alltaf mun meira eftirlit með slíkri meðgöngu heldur en öðrum meðgöngum því það eru einhverjir hættuþættir sem geta verið til staðar. Við þurftum því að fara á tveggja vikna fresti í sónar og við fórum í slíkan sónar fyrir þremur vikum. Þá var allt í góðu lagi og þó svo að annar tvíburinn hafi alltaf verið aðeins minni en hinn þá er það ekkert óeðlilegt og vel fylgst með því reglulega,“ segir Haukur. Í framhaldinu fór fjölskyldan með son þeirra í aðgerð á spítala í London og voru þau þar saman í tvær vikur.Ekkert vitað „Svo þegar við mættum aftur heim til Íslands var farið aftur í þennan sónar, bara daginn eftir að við komum heim. Þá var bara allur hjartsláttur farinn og læknirinn sem annaðist þá skoðun þurfti að tilkynna okkur þær hræðilegu fréttir. Þetta var ofboðslega mikið áfall og algjörlega fyrirvaralaust,“ segir Haukur. Ekki er vitað hvað varð til þess að svo sorglega fór. „Þetta hafði allt verið mónitorað vel og meðgangan gekk bara mjög vel og ekkert benti til þess að eitthvað væri að fara gerast. Það kom ekkert upp á og þetta bara gerðist væntanlega dagana fyrir þennan sónar. Ofan á sjokkið sem þessu fylgir fer þarna af stað ferill sem þarf að eiga sér stað. Hún er gengin þarna rúmar 22 vikur og þarf því að fæða drengina. Það var svolítið sjokk líka að vita það að við ættum að mæta tveimur dögum seinna upp á spítala og þá færi bara fæðingarferli í gang. Við fórum í þennan sónar á mánudaginn í síðustu viku og á miðvikudagsmorgun vorum við mætt á fæðingardeildina til þess að fæða báða drengina. Hún fær töflur til þess að koma af stað fæðingu. Það var erfitt og furðulegt að bíða í þessa tvo daga eftir þessari fæðingu og við vissum í raun ekkert hvað við værum að fara út í. Við fengum alveg ofurgóð viðbrögð frá öllum sem störfuðu þarna á fæðingardeildinni og það voru allir rosalega hjálpsamir og sýndu okkur mikinn skilning.“ Hann segir að fæðingarferlið hafi tekið tólf klukkustundir.Fagleg og góð aðstoð frá starfsfólki spítalans „Drengirnir fæddust um kvöldið, korteri fyrir sjö og síðan klukkan átta. Við hittum sjúkrahússprest fyrir og eftir fæðingarnar sem var mjög hjálplegur og fór svona í gegnum ákveðið ferli með okkur. Það var gott að tala við hann. Svo dvöldumst við þarna á spítalanum um nóttina. Morguninn eftir hittum við síðan aftur prest sem fór líka í gegnum ferlið með okkur. Það eru allskonar ákvarðanir sem þarf að taka sem koma óvænt að manni. Það er t.d. hlutir eins og hvort við viljum fá að sjá tvíburana eftir að þeir fæðast eða ekki. Hvort við viljum láta setja þá í kistu, hvort það eigi að grafa þá eða brenna þá. Viljum við gefa þeim nöfn og svona hitt og þetta,“ segir Haukur. Hann bætir við að þau hafi fengið mjög góða aðstoð frá fagfólki á spítalanum sem þau séu þakklát fyrir.Haukur þakkar starfsfólki Landspítala fyrir fagleg og góð vinnubrögðfréttablaðið/anton brink„Síðan á fimmtudagsmorgun, daginn eftir að þeir komu í heiminn, var stutt og falleg kveðjustund á spítalanum með fjölskyldu okkar og börnunum okkar. Þar voru þeim gefin nöfnin Haraldur og Heiðar. Að þessu loknu var erfitt að fara síðan af fæðingardeildinni og skilja þá eftir,“ segir Haukur. Hann lýsir því hvernig ferlið var eftir að drengirnir tveir komu í heiminn. Þau hafi fengið að sjá þá um leið. „Þeir eru síðan settir í kælivöggu en andvana börn fá að vera hjá foreldrum sínum eins mikið og foreldrar vilja. Við höfðum þá mikið hjá okkur. Í þessa tólf tíma er maður að bíða eftir einhverju sem er ekkert mjög spennandi, ekki eins og með venjulega fæðingu sem er mikil tilhlökkun er við endann á göngunum. Það sem kom hins vegar á óvart var hversu þroskaðir og stórir einstaklingar þetta voru. Það var mjög hollt og gott að fá að sjá þá og ekki eins og ég hefði átt von á. Maður var búinn að mikla þetta fyrir sér og draga upp svartari mynd af því heldur en raun bar vitni.“ Hann segir að fagfólk spítalans hafi boðið þeim alla þá þjónustu sem hugsast getur. „Við hittum sjúkrahússprestana og svo koma ljósmæður að heimsækja okkur á hverjum degi. Einnig eru félagsráðgjafar sem starfa hjá spítalanum sem ráðleggja fólki varðandi réttarstöðu þeirra í tengslum við vinnu eða fæðingarorlof og svoleiðis hlutum. Þessi praktísku atriði. Svo fáum við einnig sálfræðiaðstoð. Það hefur verið tekið mjög vel á móti okkur í öllu þessu ferli og við höfum fengið mjög góða aðstoð frá starfsfólki spítalans og líka hefur fjölskyldan og vinir sýnt okkur mikinn hlýhug á þessum dögum. Ég vil fá að þakka öllu þessu fólki fyrir kærleikann sem þau hafa sýnt okkur.“
Viðtal Tengdar fréttir Tómhentur af fæðingardeild Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. 29. október 2019 09:15 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Tómhentur af fæðingardeild Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. 29. október 2019 09:15