Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 13:26 Elva Hrönn Hjartardóttir er meðal þeirra ungmenna sem sækja Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. mynd/aðsend Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira