Tómlæti, fyrning og fábreyttar innheimtutilraunir: Þarf ekki að greiða Landsbankanum tugi milljóna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2019 11:15 Höfuðstöðvar Landsbankans Fréttablaðið/GVA Lántakandi hjá Landsbankanum þarf ekki að greiða bankanum 36,4 milljónir króna vegna láns sem hann tók hjá bankanum til hlutabréfakaupa árið 2007. Krafa bankans var fyrnd að mati Héraðsdóms Reykjavíkur auk þess sem að bankinn sýndi af sér verulegt tómlæti vegna fábreyttra innheimtutilrauna.Forsaga málsins er sú að lántakandinn og Landsbanki Íslands, forveri Landsbankans, gerðu með sér samning í júlí 2007 að bankinn myndi lána manninum fé til þess að kaupa hlutafé í Færeyjabanka, nú Bank Nordik. Um svokallað fjölmyntalán var að ræða, jafnvirði 25 milljóna danskra króna. Um hundrað prósent lán var að ræða og lánaði bankinn því manninum alla upphæðinaÍ ágúst 2008 seldi bankinn, fyrir hönd lántakans, hluta bréfanna í Færeyjabanka, og keypti í þeirra stað bréf í Landsbankanum sjálfum. Hinn 24. og 25. september óskaði lántakandinn eftir því að að Landsbankabréfin yrðu seld og í stað þeirra keypt aftur bréf í Færeyjabanka.Því hafnaði bankinn munnlega, síðan skriflega 1. október 2008 og var það lokum staðfest þann 10. nóvember 2008. Hlutabréfin í Landsbankanum urðu verðlaus í hruninu. Fáar innheimtilraunir á sjö árum Þann 2011 var lánið endurreiknað og stóð það í 36,4 milljónum króna. Vildi Landsbankinn meina að manninum hafi verið sendur greiðsluseðill í maí 2011 þar sem hann var krafinn um greiðslu af eftirstöðvum höfuðstólsins. Taldi bankinn sig einnig hafa sent tilkynning um vanskil, ítrekun senda 11. júní 2011, tilkynningi frá milliinnheimtu þann 3. nóvember 2011 og innheimtubréf 14. janúar 2015.Öll þessi bréf voru óundirrituð og mótmælti maðurinn því fyrir dómi að hafa fengið þau í hendurnar. Var manninum birt stefna 21. október 2016 þar sem gerð var krafa um greiðslu á láninu. Sagðist maðurinn hins vegar hafa rætt við fyrirsvarsmann hjá innheimtufyrirtækinu, mótmælt stefnunni og skýrt sitt mál og tilkomu kröfunnar. Stefnan var ekki þingfest fyrir dómi og taldi maðurinn því að málinu væri lokið.Svo var ekki því í ágúst 2018 fékk hann sent innheimbréf og var mál gegn honum til greiðslu kröfunnar þingfest fyrir Héraðsdómi þann 8. nóvember sama ár.Lánið var tilkomið vegna hlutabréfakaupa í Bank Nordik fyrir hrun.Vísir/GettyVerulegt tómlæti bankans Í dómi Héraðsdóms eru gerðar margvíslegar athugasemdir við innheimtuaðferðir Landsbankans. Bankinn hafi byggt upp væntingar um að hann myndi gefa eftir innheimtu á láninu, ekki síst vegna þess að stefnan frá árinu 2016 hafi ekki verið þingfest. „Þegar litið er til þeirrar framkomu sem stefnandi hefur sýnt stefnda, þar með talið að virða hann ekki strax svars um rökstuðning fyrir höfnun bankans á sölu hlutabréfanna og hinna fábreyttu innheimtutilrauna stefnanda, lítur dómurinn svo á að stefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti gagnvart stefnda,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms. Þar kemur einnig fram að samkvæmt ákvæði XIV til bráðabirgða með vaxtalögunum nr. 38/2001 sé kveðið á um að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingar lánasamnings í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010 og skuli vera átta ár frá því tímamarki. Stefna í málinu hafi verið þingfest 1. nóvember 2018 og mállið þingfest viku síðar. Því hafi átta ára fyrningarfrestur verið liðinn og krafan því fyrnd. Var lántakandinn því sýknaður af kröfu Landsbankans um greiðslu á 38,4 milljónum, auk þess sem að bankinn þarf að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Lántakandi hjá Landsbankanum þarf ekki að greiða bankanum 36,4 milljónir króna vegna láns sem hann tók hjá bankanum til hlutabréfakaupa árið 2007. Krafa bankans var fyrnd að mati Héraðsdóms Reykjavíkur auk þess sem að bankinn sýndi af sér verulegt tómlæti vegna fábreyttra innheimtutilrauna.Forsaga málsins er sú að lántakandinn og Landsbanki Íslands, forveri Landsbankans, gerðu með sér samning í júlí 2007 að bankinn myndi lána manninum fé til þess að kaupa hlutafé í Færeyjabanka, nú Bank Nordik. Um svokallað fjölmyntalán var að ræða, jafnvirði 25 milljóna danskra króna. Um hundrað prósent lán var að ræða og lánaði bankinn því manninum alla upphæðinaÍ ágúst 2008 seldi bankinn, fyrir hönd lántakans, hluta bréfanna í Færeyjabanka, og keypti í þeirra stað bréf í Landsbankanum sjálfum. Hinn 24. og 25. september óskaði lántakandinn eftir því að að Landsbankabréfin yrðu seld og í stað þeirra keypt aftur bréf í Færeyjabanka.Því hafnaði bankinn munnlega, síðan skriflega 1. október 2008 og var það lokum staðfest þann 10. nóvember 2008. Hlutabréfin í Landsbankanum urðu verðlaus í hruninu. Fáar innheimtilraunir á sjö árum Þann 2011 var lánið endurreiknað og stóð það í 36,4 milljónum króna. Vildi Landsbankinn meina að manninum hafi verið sendur greiðsluseðill í maí 2011 þar sem hann var krafinn um greiðslu af eftirstöðvum höfuðstólsins. Taldi bankinn sig einnig hafa sent tilkynning um vanskil, ítrekun senda 11. júní 2011, tilkynningi frá milliinnheimtu þann 3. nóvember 2011 og innheimtubréf 14. janúar 2015.Öll þessi bréf voru óundirrituð og mótmælti maðurinn því fyrir dómi að hafa fengið þau í hendurnar. Var manninum birt stefna 21. október 2016 þar sem gerð var krafa um greiðslu á láninu. Sagðist maðurinn hins vegar hafa rætt við fyrirsvarsmann hjá innheimtufyrirtækinu, mótmælt stefnunni og skýrt sitt mál og tilkomu kröfunnar. Stefnan var ekki þingfest fyrir dómi og taldi maðurinn því að málinu væri lokið.Svo var ekki því í ágúst 2018 fékk hann sent innheimbréf og var mál gegn honum til greiðslu kröfunnar þingfest fyrir Héraðsdómi þann 8. nóvember sama ár.Lánið var tilkomið vegna hlutabréfakaupa í Bank Nordik fyrir hrun.Vísir/GettyVerulegt tómlæti bankans Í dómi Héraðsdóms eru gerðar margvíslegar athugasemdir við innheimtuaðferðir Landsbankans. Bankinn hafi byggt upp væntingar um að hann myndi gefa eftir innheimtu á láninu, ekki síst vegna þess að stefnan frá árinu 2016 hafi ekki verið þingfest. „Þegar litið er til þeirrar framkomu sem stefnandi hefur sýnt stefnda, þar með talið að virða hann ekki strax svars um rökstuðning fyrir höfnun bankans á sölu hlutabréfanna og hinna fábreyttu innheimtutilrauna stefnanda, lítur dómurinn svo á að stefnandi hafi sýnt af sér verulegt tómlæti gagnvart stefnda,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms. Þar kemur einnig fram að samkvæmt ákvæði XIV til bráðabirgða með vaxtalögunum nr. 38/2001 sé kveðið á um að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar verðtryggingar lánasamnings í formi gengistryggingar reiknist frá 16. júní 2010 og skuli vera átta ár frá því tímamarki. Stefna í málinu hafi verið þingfest 1. nóvember 2018 og mállið þingfest viku síðar. Því hafi átta ára fyrningarfrestur verið liðinn og krafan því fyrnd. Var lántakandinn því sýknaður af kröfu Landsbankans um greiðslu á 38,4 milljónum, auk þess sem að bankinn þarf að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Hrunið Íslenskir bankar Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira