Fótbolti

Andonovski fékk stóra starfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andonovski á blaðamannafundinum í nótt.
Andonovski á blaðamannafundinum í nótt. vísir/getty
Besta kvennalandslið í heimi, Bandaríkin, fékk nýjan þjálfara í nótt en þá var Vlatko Andonovski tilkynntur sem nýr þjálfari liðsins.

Þessi 43 ára gamli þjálfari hefur verið þjálfari Reign FC frá Seattle síðustu tvö ár í bandarísku kvennadeildinni.

Hann tekur við starfinu af hinni sigursælu Jill Ellis sem hætti í byrjun mánaðarins en hún hafði unnið HM tvisvar með bandaríska liðinu.

Andonovski er fæddur og uppalinn í Norður-Makedóníu. Hann mun stýra liðinu í fyrsta sinn þann 7. nóvember er Bandaríkin spila við Svíþjóð og svo þremur dögum seinna er leikur gegn Kosta Ríka.

Andonovski hefur tvisvar verið valinn þjálfari ársins í NWSL-deildinni. Fyrst árið 2013 er hann þjálfaði FC Kansas City og svo nú í ár með FC Reign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×