Klón Sáms komið í heiminn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2019 22:45 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn. Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Dorrit Moussaieff tilkynnti í kvöld að hvolpurinn hennar Sámur sé kominn í heiminn. Í annarri færslu staðfestir hún að hvolpurinn sé klón af Sámi, hundi hennar og Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann stækkar í þessum töluðu orðum. Móður og syni heilsast vel, svo spennandi,“ skrifar Dorrit við myndina af fæðingarskýrteini hins nýja Sáms. Fæðingarskírteinið er merkt ViaGen Pets, sem tekur að sér að klóna gæludýr. Það vakti hörð viðbrögð í október á síðasta ári þegar Ólafur sagði að sýni hefðu verið tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas, ViaGen Pets. Fyrirtækið gæti þá klónað hann hvenær sem er. Sámur varð svo allur í janúar á þessu ári. Í mars var tilkynnt að klónunarferlið væri hafið en þá skrifaði Dorrit á Instagram að ef allt gengi vel, myndi nýr Sámur líta dagsins ljós þann 13. Maí. Einhver töf virðist hafa orðið því hvolpurinn, hinn nýi Sámur, kom í heiminn þann 25. október samkvæmt myndinni á Instagram síðu Dorritar.Sjáskot/InstagramKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreininar sagði í samtali við fréttastofu á síðasta ári að klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi því klónið væri eins og eineggja tvíburi en samspil erfða og umhverfis geti þó leitt til ólíkra einstaklinga þar sem klónið kemur til á öðrum tíma. Samkvæmt verðskrá kostar 50 þúsund Bandaríkjadali, eða 6 milljónir króna, að klóna hund hjá Viagen Pets í Texas. Sámur er fyrsti íslenski klónaði hundurinn.
Dýr Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Dorrit syrgir Sám sáran Hundurinn fylgdi Dorrit og Ólafi í gegnum árin. 29. janúar 2019 11:03 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11 Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Umdeild gæludýraklónun aðeins á færi þeirra ríku: "Er þetta ekki frekar ógeðslegt?“ Fréttir af því að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hygðist klóna hundinn Sám vöktu mikla athygli í gær. Netverjar settu málið margir í skoplegt samhengi og aðrir hneyksluðust á því. 28. október 2018 11:11
Klónið gæti hagað sér ólíkt Sámi Klónað gæludýr er eins og eineggja tvíburi upprunalega eintaksins en samspil erfða og umhverfis leiðir til þess að persónuleikinn getur verið gjörólíkur, að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrsti íslenski hundurinn verður líklega klónaður innan tíðar en slíkt kostar um sex milljónir króna. 29. október 2018 21:30