Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2019 12:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Stokkhólms þar sem hún sækir Norðurlandaráðsþing næstu daga. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“ Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira