„Jackpot!“ Þannig hljómuðu skilaboðin frá hermönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi sem tilkynntu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, væri allur. Hann sprengdi sig í loft á laugardaginn þegar hann hafði verið króaður af í jarðgöngum undir húsum sem hann hafði haldið til í um nokkurra mánaða skeið og voru þrjú börn hans með honum. Nokkrum árum áður höfðu sömu skilaboð táknað dauða annars leiðtoga hryðjuverkasamtaka þegar hermenn felldu Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, í sambærilegri árás í Pakistan. „Lukkupottur!“Hvernig árásin fór fram Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið „Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Flugferðin frá Irbil í norðurhluta Írak tók rúman klukkutíma og hafði Rússum, sem stjórna lofthelginni yfir héraðinu, og Tyrkjum, sem eru með nokkrar herstöðvar þar, verið tilkynnt um að þyrlur og flugvélar Bandaríkjanna yrðu á ferðinni. Þegar þyrlurnar nálguðust húsaþyrpinguna skutu vígamenn á þær og voru þeir felldir úr lofti. Hermennirnir sprengdu gat á hlið stærsta hússins, af ótta við mögulegar gildrur í dyrum þess og skutu einhverja vígamenn til bana, samkvæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir skutu einnig tvær konur til bana, sem báðar voru klæddar sprengjuvestum.Sjá einnig: Baghdadi sagður sofa með sprengjubeltiEins og áður segir, þá flúði Baghdadi í göng undir húsunum og tók hann þrjú börn sín með. Hermennirnir notuðu hunda til að elta hann uppi og að endingu sendu þeir vélmenni að Baghdadi inn í enda ganganna. Þar sprengdi hann sig í loft upp. Hermennirnir þurftu að grafa sig í gegnum göngin, sem hrundu við sprenginguna, til að komast að líki Baghdadi. Það var verulega illa farið en þeir tóku hluta af því og báru erfðaefni hans saman við sýni sem þeir höfðu tekið með sér. Það tók um 15 mínútur, samkvæmt AP fréttaveitunni.Þá segja sérfræðingar að sprengjuvesti skilji höfuð þeirra sem klæðast þeim oft heilleg eftir. Mögulegt er að hermennirnir hafi þekkt hann eða jafnvel tekið fingraför hans. Blaðamenn New York Times hafa fjallað ítarlega um þær leiðir sem mögulega voru notaðar til að bera kennsl á Baghdadi.Á meðan á þessu stóð voru aðrir hermenn sem fóru yfir húsin og tóku öll gögn sem þeir fundu þar. Aðrir fylgdu hópi barna sem voru í húsunum til nágranna þeirra. Að öllu loknu, um tveimur tímum eftir að Baghdadi sprengdi vesti sitt, stigu hermennirnir aftur upp í þyrlurnar og flugu á brott. Flogið var eftir sömu leið til baka til Írak. Minnst tveir vígamenn voru handsamaðir. Flugmenn orrustuþota sem voru á sveimi yfir svæðinu skutu svo sex eldflaugum að húsunum og jöfnuðu þau við jörðu.Aðgerðin var nefnd „Operation Kayla Mueller“ í höfuðið á bandarískri konu sem var handsömuð af vígamönnum ISIS í Sýrlandi árið 2013. Fregnir hafa borist af því að Baghdadi sjálfur hafi „eignað sér“ Mueller og nauðgað henni ítrekað.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla MuellerUpplýsingar úr mörgum áttum Upplýsingar um nákvæmlega hvar Baghdadi hélt til virðast hafa komið úr nokkrum áttum. Ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Þau gáfu upp einhverjar upplýsingar og þar að auki segja heimildarmenn Washington Post að fyrrverandi ISIS-liði hafi veitt sýrlenskum Kúrdum mikilvægar upplýsingar um Baghdadi sem þeir hafi komið áfram til bandarískra hermanna, sem á þeim tíma störfuðu með Kúrdum. Yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem Kúrdar leiða, sagði í tísti í gær að fall Baghdadi væri endir á fimm mánaða samvinnu. Írakar segja Baghdadi hafa sífellt verið á hreyfingu og að mestu hafi hann haldið til í eyðimörkinni á landamærum Sýrlands og Írak. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann fór til Idlib og hvað hann hafi verið að gera þar. Þeir vígahópar sem stjórna héraðinu eru hliðhollir al-Qaeda, hryðjuverkasamtökunum sem Baghdadi sleit sig frá og stofnaði Íslamska ríkið úr al-Qaeda í Írak. Rætur ISIS má rekja til Jórdaníumannsins Abu Musab al-Zarqawi og innrásar Bandaríkjanna í Írak. Jafnvel innrásar Sovétríkjanna í Afganistan árið 1979, þar sem Zarqawi barðist gegn innrásarhernum undir lok stríðsins. Slitu sig frá al-Qaeda Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, lýsti Zarqawi yfir hollustu við Osama Bin-Laden, þáverandi foringja al-Qaeda, og stofnaði al-Qaeda í Írak, eða AQÍ. Þeir börðust af mikilli hörku gegn Bandaríkjamönnum í Írak. Zarqawi var þó felldur í loftárás árið 2006 og samtökin voru að mestu brotin á bak aftur. Abu Bakr al-Baghdadi, eða Ibrahim Awad Ibrahim al-Badri al-Samarrai, tók við stjórn AQÍ, sem þá hét Islamic State in Iraq, ISI, árið 2010. Byggði hann samtökin hratt og örugglega upp að nýju. Þá sendi hann skósveina sína til Sýrlands, þar sem þeir stofnuðu deild al-Qaeda í Sýrlandi sem hét al-Nusra Front. Á næstu árum framdi ISI fjölmargar mannskæðar árásir í Írak sem beindust aðallega gegn sjítum. Í apríl 2013 lýsti Baghdadi yfir samruna ISIS og ANF og stofnun samtakanna Islamic State in Iraq and the Levant, eða ISIS. Leiðtogar ANF og móðursamtakanna al-Qaeda voru þó mótfallnir þessu og höfnuðu samrunanum. Það þykir því undarlegt að Baghdadi hafi verið í Idlib. Sérstaklega með tilliti til þess að þar hafi meðlimir hópsins Hurras al-Dein, eins hópsins sem stjórnar umræddu svæði, verið að taka fólk af lífi sem grunað var um að styðja Íslamska ríkið. Guardian greinir frá því. Vonast til að ná fleiri foringjum á næstunni Búið var að hafa eftirlit með húsunum í minnst einhverjar vikur til að ganga úr skugga um að Baghdadi væri þar og undirbúa árásina. Mike Pence, varaforseti, segir að honum og Trump hafi verið tilkynnt á fimmtudaginn að Baghdadi væri líklegast fundinn og að Trump hafi gefið grænt ljós fyrir árásinni á laugardagsmorgun. Heimildarmenn Washington Post segja leyniþjónustur Bandaríkjanna fylgjast með sex öðrum ISIS-liðum sem gætu tekið við stjórn hryðjuverkasamtakanna. Þeir séu dreifðir um svæðið en vitað sé sirka hvar þeir séu. Vonast er til þess að gögn sem fundust í húsi Baghdadi varpi frekari ljósi á staðsetningu þeirra svo hægt sé að elta þá uppi á næstu vikum og mánuðum. „Við höldum áfram að týna þá niður,“ sagði einn heimildarmaðurinn. Einn af foringjum ISIS, Abu Hassan al-Muhajir, var felldur í loftárás nærri bænum Jarablus í Sýrlandi í gær. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum ráða Jarablus sem er á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Al-Muhajir var nokkurs konar talsmaður ISIS en auk hans féllu fjórir aðrir í loftárásinni.Árásin sjálf beindist að tveimur pallbílum. Á öðrum þeirra var olíutankur og eftir árásina fundu heimamenn lík al-Muhajir þar inni. Hann var einn af æðstu leiðtogum samtakanna en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn af þeim sex sem Bandaríkin leita nú að.Hér má sjá tíst frá einum talsmanna SDF um loftárásina gegn al-Muhajir.ISIS spox. Abu al-Hassan al-Muhajer was killed in an airstrike while traveling in an oil tanker in village of Ayn al-Bayda in Turkish-controlled Jarablus. pic.twitter.com/HQBt7XAh8r— Bahtiyar Umut (@baxtiyarumut) October 27, 2019 Bandaríkin Fréttaskýringar Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
„Jackpot!“ Þannig hljómuðu skilaboðin frá hermönnum Bandaríkjanna í Sýrlandi sem tilkynntu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, væri allur. Hann sprengdi sig í loft á laugardaginn þegar hann hafði verið króaður af í jarðgöngum undir húsum sem hann hafði haldið til í um nokkurra mánaða skeið og voru þrjú börn hans með honum. Nokkrum árum áður höfðu sömu skilaboð táknað dauða annars leiðtoga hryðjuverkasamtaka þegar hermenn felldu Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda, í sambærilegri árás í Pakistan. „Lukkupottur!“Hvernig árásin fór fram Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið „Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Flugferðin frá Irbil í norðurhluta Írak tók rúman klukkutíma og hafði Rússum, sem stjórna lofthelginni yfir héraðinu, og Tyrkjum, sem eru með nokkrar herstöðvar þar, verið tilkynnt um að þyrlur og flugvélar Bandaríkjanna yrðu á ferðinni. Þegar þyrlurnar nálguðust húsaþyrpinguna skutu vígamenn á þær og voru þeir felldir úr lofti. Hermennirnir sprengdu gat á hlið stærsta hússins, af ótta við mögulegar gildrur í dyrum þess og skutu einhverja vígamenn til bana, samkvæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir skutu einnig tvær konur til bana, sem báðar voru klæddar sprengjuvestum.Sjá einnig: Baghdadi sagður sofa með sprengjubeltiEins og áður segir, þá flúði Baghdadi í göng undir húsunum og tók hann þrjú börn sín með. Hermennirnir notuðu hunda til að elta hann uppi og að endingu sendu þeir vélmenni að Baghdadi inn í enda ganganna. Þar sprengdi hann sig í loft upp. Hermennirnir þurftu að grafa sig í gegnum göngin, sem hrundu við sprenginguna, til að komast að líki Baghdadi. Það var verulega illa farið en þeir tóku hluta af því og báru erfðaefni hans saman við sýni sem þeir höfðu tekið með sér. Það tók um 15 mínútur, samkvæmt AP fréttaveitunni.Þá segja sérfræðingar að sprengjuvesti skilji höfuð þeirra sem klæðast þeim oft heilleg eftir. Mögulegt er að hermennirnir hafi þekkt hann eða jafnvel tekið fingraför hans. Blaðamenn New York Times hafa fjallað ítarlega um þær leiðir sem mögulega voru notaðar til að bera kennsl á Baghdadi.Á meðan á þessu stóð voru aðrir hermenn sem fóru yfir húsin og tóku öll gögn sem þeir fundu þar. Aðrir fylgdu hópi barna sem voru í húsunum til nágranna þeirra. Að öllu loknu, um tveimur tímum eftir að Baghdadi sprengdi vesti sitt, stigu hermennirnir aftur upp í þyrlurnar og flugu á brott. Flogið var eftir sömu leið til baka til Írak. Minnst tveir vígamenn voru handsamaðir. Flugmenn orrustuþota sem voru á sveimi yfir svæðinu skutu svo sex eldflaugum að húsunum og jöfnuðu þau við jörðu.Aðgerðin var nefnd „Operation Kayla Mueller“ í höfuðið á bandarískri konu sem var handsömuð af vígamönnum ISIS í Sýrlandi árið 2013. Fregnir hafa borist af því að Baghdadi sjálfur hafi „eignað sér“ Mueller og nauðgað henni ítrekað.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla MuellerUpplýsingar úr mörgum áttum Upplýsingar um nákvæmlega hvar Baghdadi hélt til virðast hafa komið úr nokkrum áttum. Ein eiginkona hans og sendiboði voru tekin höndum í sumar. Þau gáfu upp einhverjar upplýsingar og þar að auki segja heimildarmenn Washington Post að fyrrverandi ISIS-liði hafi veitt sýrlenskum Kúrdum mikilvægar upplýsingar um Baghdadi sem þeir hafi komið áfram til bandarískra hermanna, sem á þeim tíma störfuðu með Kúrdum. Yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins (SDF) sem Kúrdar leiða, sagði í tísti í gær að fall Baghdadi væri endir á fimm mánaða samvinnu. Írakar segja Baghdadi hafa sífellt verið á hreyfingu og að mestu hafi hann haldið til í eyðimörkinni á landamærum Sýrlands og Írak. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann fór til Idlib og hvað hann hafi verið að gera þar. Þeir vígahópar sem stjórna héraðinu eru hliðhollir al-Qaeda, hryðjuverkasamtökunum sem Baghdadi sleit sig frá og stofnaði Íslamska ríkið úr al-Qaeda í Írak. Rætur ISIS má rekja til Jórdaníumannsins Abu Musab al-Zarqawi og innrásar Bandaríkjanna í Írak. Jafnvel innrásar Sovétríkjanna í Afganistan árið 1979, þar sem Zarqawi barðist gegn innrásarhernum undir lok stríðsins. Slitu sig frá al-Qaeda Árið 2004, ári eftir innrás Bandaríkjanna í Írak, lýsti Zarqawi yfir hollustu við Osama Bin-Laden, þáverandi foringja al-Qaeda, og stofnaði al-Qaeda í Írak, eða AQÍ. Þeir börðust af mikilli hörku gegn Bandaríkjamönnum í Írak. Zarqawi var þó felldur í loftárás árið 2006 og samtökin voru að mestu brotin á bak aftur. Abu Bakr al-Baghdadi, eða Ibrahim Awad Ibrahim al-Badri al-Samarrai, tók við stjórn AQÍ, sem þá hét Islamic State in Iraq, ISI, árið 2010. Byggði hann samtökin hratt og örugglega upp að nýju. Þá sendi hann skósveina sína til Sýrlands, þar sem þeir stofnuðu deild al-Qaeda í Sýrlandi sem hét al-Nusra Front. Á næstu árum framdi ISI fjölmargar mannskæðar árásir í Írak sem beindust aðallega gegn sjítum. Í apríl 2013 lýsti Baghdadi yfir samruna ISIS og ANF og stofnun samtakanna Islamic State in Iraq and the Levant, eða ISIS. Leiðtogar ANF og móðursamtakanna al-Qaeda voru þó mótfallnir þessu og höfnuðu samrunanum. Það þykir því undarlegt að Baghdadi hafi verið í Idlib. Sérstaklega með tilliti til þess að þar hafi meðlimir hópsins Hurras al-Dein, eins hópsins sem stjórnar umræddu svæði, verið að taka fólk af lífi sem grunað var um að styðja Íslamska ríkið. Guardian greinir frá því. Vonast til að ná fleiri foringjum á næstunni Búið var að hafa eftirlit með húsunum í minnst einhverjar vikur til að ganga úr skugga um að Baghdadi væri þar og undirbúa árásina. Mike Pence, varaforseti, segir að honum og Trump hafi verið tilkynnt á fimmtudaginn að Baghdadi væri líklegast fundinn og að Trump hafi gefið grænt ljós fyrir árásinni á laugardagsmorgun. Heimildarmenn Washington Post segja leyniþjónustur Bandaríkjanna fylgjast með sex öðrum ISIS-liðum sem gætu tekið við stjórn hryðjuverkasamtakanna. Þeir séu dreifðir um svæðið en vitað sé sirka hvar þeir séu. Vonast er til þess að gögn sem fundust í húsi Baghdadi varpi frekari ljósi á staðsetningu þeirra svo hægt sé að elta þá uppi á næstu vikum og mánuðum. „Við höldum áfram að týna þá niður,“ sagði einn heimildarmaðurinn. Einn af foringjum ISIS, Abu Hassan al-Muhajir, var felldur í loftárás nærri bænum Jarablus í Sýrlandi í gær. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum ráða Jarablus sem er á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Al-Muhajir var nokkurs konar talsmaður ISIS en auk hans féllu fjórir aðrir í loftárásinni.Árásin sjálf beindist að tveimur pallbílum. Á öðrum þeirra var olíutankur og eftir árásina fundu heimamenn lík al-Muhajir þar inni. Hann var einn af æðstu leiðtogum samtakanna en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn af þeim sex sem Bandaríkin leita nú að.Hér má sjá tíst frá einum talsmanna SDF um loftárásina gegn al-Muhajir.ISIS spox. Abu al-Hassan al-Muhajer was killed in an airstrike while traveling in an oil tanker in village of Ayn al-Bayda in Turkish-controlled Jarablus. pic.twitter.com/HQBt7XAh8r— Bahtiyar Umut (@baxtiyarumut) October 27, 2019