Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2025 06:32 Samgöngustjóri bendir á að síðustu ár hafi orðið miklar tækniframfarir og fjöldi fyrirtækja á markaði sem sinni slíku eftirliti. Ekki sé ástæða fyrir Bílastæðasjóð að sinna þessum verkefnum áfram. Vísir/Vilhelm Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. Samningarnir sem um ræðir eiga við bílastæði sem eru við Landspítalann, bæði við Eiríksgötu og í Fossvogi, við Háskólann í Reykjavík við Menntaveg og við Borgartún 8 til 16 og Katrínartúni 2. Fjallað var um tillögu samgöngustjóra á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag. Í tillögunni segir að frá árinu 2006 hafi Bílastæðasjóður verið með eftirlit með gjaldskyldum svæðum innan lóða við stofnanir og fyrirtæki á gjaldsvæði 4. Ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að sinna þessu verkefni Bílastæðasjóður hafi lengi vel verið eini aðilinn sem gat sinnt þessari þjónustu en síðustu ár hafi orðið tækniframfarir í eftirliti með lagningu bifreiða inni á lóðum með til dæmis myndavélaeftirliti. Þá séu fjölmargir einkaaðilar komnir inn á markaðinn og því sé ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að bjóða upp á þessa þjónustu á samkeppnismarkaði. Þá segir í tillögunni að svæðum innan lóða sem Bílastæðasjóður hafi eftirlit með hafi fækkað að undanförnu þar sem lóðarhafar hafi sagt upp sambærilegum samningum og leitað til einkaðila, nú síðast Háskóla Íslands. Fram kemur í tillögunni að samningar vegna eftirlits á gjaldsvæði 4 séu uppsegjanlegir af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara og að það sé samningsatriði hvenær Reykjavíkurborg hættir þjónustunni. Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins segir í bókun við fundargerð að eðlilegt sé að Bílastæðasjóður einbeiti sér að því að reka og sinna eftirliti með þeim bílastæðum sem eru í borgarlandi fremur en að taka að sér slík verkefni fyrir einkaaðila. „Fulltrúar samstarfsflokkanna hvetja þó eindregið til að eigendur stæðanna sjái til þess að aðgengi að þeim sé gott, einkum og sér í lagi fyrir þau sem eru hreyfihömluð. Við beinum því til þessara eigenda að meðalhófs verði gætt við innheimtu,“ segir í bókuninni. Fulltrúi Viðreisnar fagnaði breytingunni í bókun sinni, að borgin stígi út af samkeppnismarkaði þegar það kemur að lóðum annarra í borgarlandinu og tók undir með meirihlutanum að hann vonaði að rekstraraðilar sem hafi nýtt þjónustuna finni farsæla lausn með þeim fjölda aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu í dag. Bílastæði Reykjavík Skattar, tollar og gjöld Landspítalinn Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Samningarnir sem um ræðir eiga við bílastæði sem eru við Landspítalann, bæði við Eiríksgötu og í Fossvogi, við Háskólann í Reykjavík við Menntaveg og við Borgartún 8 til 16 og Katrínartúni 2. Fjallað var um tillögu samgöngustjóra á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag. Í tillögunni segir að frá árinu 2006 hafi Bílastæðasjóður verið með eftirlit með gjaldskyldum svæðum innan lóða við stofnanir og fyrirtæki á gjaldsvæði 4. Ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að sinna þessu verkefni Bílastæðasjóður hafi lengi vel verið eini aðilinn sem gat sinnt þessari þjónustu en síðustu ár hafi orðið tækniframfarir í eftirliti með lagningu bifreiða inni á lóðum með til dæmis myndavélaeftirliti. Þá séu fjölmargir einkaaðilar komnir inn á markaðinn og því sé ekki lengur ástæða fyrir Bílastæðasjóð að bjóða upp á þessa þjónustu á samkeppnismarkaði. Þá segir í tillögunni að svæðum innan lóða sem Bílastæðasjóður hafi eftirlit með hafi fækkað að undanförnu þar sem lóðarhafar hafi sagt upp sambærilegum samningum og leitað til einkaðila, nú síðast Háskóla Íslands. Fram kemur í tillögunni að samningar vegna eftirlits á gjaldsvæði 4 séu uppsegjanlegir af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara og að það sé samningsatriði hvenær Reykjavíkurborg hættir þjónustunni. Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins segir í bókun við fundargerð að eðlilegt sé að Bílastæðasjóður einbeiti sér að því að reka og sinna eftirliti með þeim bílastæðum sem eru í borgarlandi fremur en að taka að sér slík verkefni fyrir einkaaðila. „Fulltrúar samstarfsflokkanna hvetja þó eindregið til að eigendur stæðanna sjái til þess að aðgengi að þeim sé gott, einkum og sér í lagi fyrir þau sem eru hreyfihömluð. Við beinum því til þessara eigenda að meðalhófs verði gætt við innheimtu,“ segir í bókuninni. Fulltrúi Viðreisnar fagnaði breytingunni í bókun sinni, að borgin stígi út af samkeppnismarkaði þegar það kemur að lóðum annarra í borgarlandinu og tók undir með meirihlutanum að hann vonaði að rekstraraðilar sem hafi nýtt þjónustuna finni farsæla lausn með þeim fjölda aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu í dag.
Bílastæði Reykjavík Skattar, tollar og gjöld Landspítalinn Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira