Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 08:00 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem mennirnir eru í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund. Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund.
Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26