Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 23:08 Víngerð í Healdsburg í Kaliforníu fuðrar upp í Kincade-eldinum í dag. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna kjarrelda sem geisa þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Tugir þúsunda íbúðarhúsa eru sagðir í hættu vegna eldanna og rafmagn hefur verið tekið af svæðum þar sem um milljón manns býr. Búist er við því að milljón manns til viðbótar missi rafmagn fljótlega þegar orkufyrirtæki taka það af til að koma í veg fyrir að fleiri eldar kvikni út frá því, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rýming er í gildi í stórum hluta Sonoma-sýslu, þar á meðal í Santa Rosa. Vegir þar eru sagðir fullir af bílum fólks sem flýr eldana. Eldar hafa þegar brennt um 12.000 hektara lands í Sonoma. Newsom sagði í ávarpi sem hann birti á Twitter í dag að rafmagnsleysið væri ergjandi fyrir alla. Reynt verði að koma því aftur á sem fyrst. Orkufyrirtækið PG&E hefur legið undir harðri gagnrýni vegna viðbragða þess við eldunum. Það stendur frammi fyrir lögsóknum vegna Camp-eldsins sem kviknaði í fyrra og varð 85 manns að bana. Talið er að sá eldur hafi kviknað út frá gömlum tækjabúnaði fyrirtækisins. Til að fyrirbyggja frekari elda við þær kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem nú ríkja í Kaliforníu hefur PG&E brugðið til þess ráðs að taka rafmagn af í 36 sýslum þar sem milljónir manna búa. Áfram er búist við hvassviðri og þurrki sem hefur skapað þær eldfimu aðstæður sem nú ógna ríkinu fram á morgundaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Orkufyrirtæki í Kaliforníu segist gætu þurft að taka rafmagn af í 36 sýslum með tvær milljónir íbúa til að koma í veg fyrir frekari skógar- og kjarrelda. 26. október 2019 19:45
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42