Nú er nýlokið leikjum íslensku landsliðsmannanna Hjartar Hermannssonar og Jóns Guðna Fjólusonar.
Hjörtur lék allan leikinn í vörn Bröndby þegar liðið vann svakalegan endurkomusigur á Randers í sjö marka leik í dönsku úrvalsdeildinni. Bröndby á heimavelli en gestirnir byrjuðu betur og komust í 0-2 á fyrstu sextán mínútum leiksins.
Kamil Wilczek minnkaði muninn á 25.mínútu og skömmu síðar fékk Patrik Carlgren, leikmaður Randers, að líta rauða spjaldið. Við það vænkaðist hagur Bröndby gríðarlega og var staðan í leikhléi 3-2 fyrir Bröndby.
Bröndby hélt áfram að bæta við mörkum í síðari hálfleik og unnu að lokum 5-2 sigur en áðurnefndur Wilczek fékk engu að síður að lita rauða spjaldið á lokamínútum leiksins.
Á sama tíma stóð Jón Guðni Fjóluson í stórræðum í rússnesku úrvalsdeildinni þar sem lið hans, Krasnodar, var með Orenburg í heimsókn. Djordje Despotovic kom gestunum yfir eftir rúmlega hálftíma leik en portúgalski miðjumaðurinn Manuel Fernandes jafnaði fyrir Jón Guðna og félaga. Lokatölur 1-1 þó Marcus Berg hafi nælt sér í beint rautt spjald á lokamínútunum.
Hjörtur spilaði í stórsigri - Jafnt hjá Jóni Guðna
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
