Léttir að sjá jafn afgerandi niðurstöðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. október 2019 15:37 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í gær. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa, og segja sveitarstjórar að tryggt verði að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í þessu landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar gengu að kjörborðinu í gær og greiddu atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna. Stuðningur við sameininguna reyndist mestur í Fljótsdalshéraði, eða um 93 prósent, og rúmur meirihluti var henni fylgjandi í hinum sveitarfélögunum þremur.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og formaður sameiningarnefndar, segir því ánægjulegt hversu mikils stuðnings sameiningin nýtur.„Mjög mikill léttir að sjá hvað niðurstaðan var afgerandi“ segir Björn.Hið nýja sveitarfélag verður víðfeðmt, raunar það stærsta á landinu, með fjórum byggðarkjörnum og umfangsmiklu dreifbýli. Að þessu var hugað að sögn Björns og reynt að tryggja að jaðarbyggðir verði ekki áhrifalausar í sameinuðu sveitarfélagi.„Það sem við vorum að horfa til var að við næðum að tryggja áframhaldandi vægi allra kjarna. Ég hef þá trú að þær tillögur sem við lögðum til og voru samþykktar séu til þess fallnar að tryggja slíkt“, segir Björn.Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð.vísir/hafsteinnMinnstur stuðningur á Djúpavogi Minnstur stuðningur við sameininguna reyndist vera á Djúpavogi, þar sem rúmlega þriðjungur kjósenda sagðist henni andsnúinn. Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist þakklátur fyrir góða kjörsókn og rúman meirihlutastuðning.„Við lögðum upp með það í samstarfsnefndinni að gera fólki kleift að taka upplýsta afstöðu og mér sýnist fólk hafa gert það,“ segir Gauti.Það sé jafnframt styrkleikamerki að á Djúpavogi þrífist skiptar skoðanir. „Í kröftugum samfélögum þá geta menn ekki vera sammála um allt. Ég tel þetta bara vera merki um að á Djúpavogi sé öflugt og kraftmikið samfélag, var þó meirihluti þessarar skoðunar,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.Nú verður skipuð undirbúningsstjórn sem mun undirbúa sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, sem ætla má að verði næsta vor, og svo auðvitað að velja nafn á nýja sveitarfélagið.„Það er í raun nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um slíkt en það er algengt að kallað verði eftir tillögum og farið verði í einhverja samkeppni. Sveitarstjórn er hins vegar ekki bundin af slíku en niðurstaða slíkrar samkeppni hefur oftast nær endað á nafngift viðkomandi sveitarfélags,“ segir Björn Ingimarsson.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira