Tálmanir í umgengnismálum „meinsemd á okkar samfélagi“ Sylvía Hall skrifar 27. október 2019 12:30 Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Vísir/Sigurjón Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson segir umræðu um tálmun ekki nægilega mikla í okkar þjóðfélagi. Tálmunin beinist oftar en ekki gegn feðrum þar sem kerfið gerir yfirleitt ráð fyrir því að börn séu hjá mæðrum sínum eftir skilnað foreldra. Þetta kom fram í viðtali við Sævar á Sprengisandi í dag. Sævar segir ljóst að ráðast þurfi í breytingar á kerfinu og breyta þurfi verklagi til þess að gera ferlið auðveldara fyrir aðila máls. Nú sé oft ákveðin hringavitleysa í gangi þar sem fólk neyðist til að fara í gegnum sama ferli aftur og aftur. „Menn leika þann leik í þessu kerfi okkar að menn beita tálmunum. Svo er farið í dagsektir og svo þegar er komið fyrir dómstóla þá láta menn af þessari tálmun í nokkur skipti og þá náttúrulega fellur málið niður fyrir dómstólum því það er ekki tilefni til að taka á því, því tálmunin á sér ekki stað lengur. En þá er byrjað með leikinn upp á nýtt,“ segir Sævar. Hann segir slíkt ferli vera erfitt, bæði fyrir foreldra og börnin sjálf. Það verði þreytandi til lengdar og það ætti ekki að vera erfitt að koma í veg fyrir slíka gjörninga eins og hann orðar það sjálfur, ef ráðist yrði í breytingar á verklaginu. „Það sem ég er að benda á auðvitað er það að til þess að koma í veg fyrir þetta, þá þurfum við annað hvort að endurskoða þessa verkferla og líka, ég mælist til þess að menn noti þá leið sem er þekkt innan dómstóla að gera réttarsátt. Þá er bara búið að gera réttarsátt fyrir dómi sem er aðfararhæf þannig ef aðilar byrja þetta aftur, þá er hægt að fara strax í aðgerðir í staðinn fyrir að byrja ferlið allt upp á nýtt,“ segir Sævar, en hann hefur þó ekki séð mörg dæmi um slíkt í tálmunarmálum.Hlusta má á viðtalið við Sævar hér að neðan.Gallarnir felast í kerfinu sjálfu Sævar segir kerfið sjálft bera stóra ábyrgð á þessu ástandi sem ríkir í forræðis- og umgengnisdeilum foreldra. Ýmislegt gangi á hjá fólki við hjónaskilnað en kerfið valdi því oft að það skapar frekari spennu, óróa eða jafnvel stríð milli fólks. „Þetta er bara raunveruleikinn. Málið er að í okkar umræðu í dag, þessi þjóðfélagsumræða sem er í gangi, þá upplifir maður þetta stundum þannig að þetta snýst um rétt konunnar frekar en rétt föðurins. Auðvitað hefur gengið eitthvað á hjá fullorðnu fólki í skilnaði, það gefur augaleið,“ segir Sævar. „Þetta er oftar en ekki mjög íþyngjandi fyrir þá feður sem lenda í þessu, og því miður verðum við bara að horfast í augu við það að í flestum tilfellum eru það feður sem lenda í þessu frekar en mæður.“ Hann tekur þó fram að í einhverjum tilvikum sé réttmætt að mæður beiti tálmun sem úrræði til þess að koma í veg fyrir umgengni. Ákvörðun um slíkt þurfi þó að taka í samráði við aðra, og þá sérstaklega fagaðila. „Það er ekki hægt að gera það einhliða. Það þarf þá að leita til fagaðila og aðila sem hafa með hagsmuni barnsins, eins og til dæmis til barnaverndaryfirvalda og félagsmálayfirvalda, en ekki bara einhver einhliða ákvörðun hjá foreldri að meina öðru foreldri að umgangast börnin sín, það gengur ekki upp.“Sævar segir nauðsynlegt að ráðast í breytingar á kerfinu sjálfu í svona málum.Vísir/VilhelmEfins um að það eigi að gera tálmun saknæma Aðspurður hvað honum þótti um tálmunarfrumvarp Brynjars Níelssonar sem lagt var fram á þingi árið 2017 segir Sævar að slíkar tillögur séu ekkert nýtt undir sólinni. Oft hafi verið reynt að koma í gegn frumvarpi sem geri tálmun refsiverða og segir Sævar ýmis rök mæla með því, en hann er þó efins um hvort það sé rétta leiðin. „Erum við þá komin í þá stöðu að við ætlum að fangelsa mæður fyrir það að beita tálmunum?“ spyr Sævar og segist efa að barnið sé í betri stöðu ef svo færi. Frumvarpið vakti mikla athygli á sínum tíma og sagði Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, að frumvarpið fæli í sér betri aðferð en núgildandi lög heimiluðu. Sævar segir það vera augljóst að gera þurfi breytingar á lögum og kerfinu sjálfu. „Ég held að við eigum bara að búa okkur til kerfi þar sem að, í raun og veru, ef viðkomandi er að beita tálmunum þá sé bara tekið á því með fýsískum hætti, að það þurfi ekki að fara í eitthvað langt ferli. Það væri þá frekra að barnaverndaryfirvöld myndu þá skerast í leikinn, sækja börnin og þess háttar, og koma börnunum þá til þess foreldris sem á rétt á að umgangast barnið og verið að beita tálmunum gegn,“ segir Sævar. „Auðvitað er þetta ekkert einfalt, en það er alveg augljóst að þetta er vandamál í okkar samfélagi og menn væru heldur ekki að leggja fram frumvarp sem þetta nema þeir teldu að það væri þörf á því. Hvort það sé rétt að fangelsa fólk eða refsa fólki með þessum hætti, það er svo sem annað mál.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sprengisandur Tengdar fréttir Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. 24. júní 2019 14:45 Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. 23. október 2019 18:30 Réttarsátt vegna umgengnistálmana Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi. 24. október 2019 10:30 Dætur Hjördísar Svan segja tálmun jafngilda vernd Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. 18. júní 2019 12:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson segir umræðu um tálmun ekki nægilega mikla í okkar þjóðfélagi. Tálmunin beinist oftar en ekki gegn feðrum þar sem kerfið gerir yfirleitt ráð fyrir því að börn séu hjá mæðrum sínum eftir skilnað foreldra. Þetta kom fram í viðtali við Sævar á Sprengisandi í dag. Sævar segir ljóst að ráðast þurfi í breytingar á kerfinu og breyta þurfi verklagi til þess að gera ferlið auðveldara fyrir aðila máls. Nú sé oft ákveðin hringavitleysa í gangi þar sem fólk neyðist til að fara í gegnum sama ferli aftur og aftur. „Menn leika þann leik í þessu kerfi okkar að menn beita tálmunum. Svo er farið í dagsektir og svo þegar er komið fyrir dómstóla þá láta menn af þessari tálmun í nokkur skipti og þá náttúrulega fellur málið niður fyrir dómstólum því það er ekki tilefni til að taka á því, því tálmunin á sér ekki stað lengur. En þá er byrjað með leikinn upp á nýtt,“ segir Sævar. Hann segir slíkt ferli vera erfitt, bæði fyrir foreldra og börnin sjálf. Það verði þreytandi til lengdar og það ætti ekki að vera erfitt að koma í veg fyrir slíka gjörninga eins og hann orðar það sjálfur, ef ráðist yrði í breytingar á verklaginu. „Það sem ég er að benda á auðvitað er það að til þess að koma í veg fyrir þetta, þá þurfum við annað hvort að endurskoða þessa verkferla og líka, ég mælist til þess að menn noti þá leið sem er þekkt innan dómstóla að gera réttarsátt. Þá er bara búið að gera réttarsátt fyrir dómi sem er aðfararhæf þannig ef aðilar byrja þetta aftur, þá er hægt að fara strax í aðgerðir í staðinn fyrir að byrja ferlið allt upp á nýtt,“ segir Sævar, en hann hefur þó ekki séð mörg dæmi um slíkt í tálmunarmálum.Hlusta má á viðtalið við Sævar hér að neðan.Gallarnir felast í kerfinu sjálfu Sævar segir kerfið sjálft bera stóra ábyrgð á þessu ástandi sem ríkir í forræðis- og umgengnisdeilum foreldra. Ýmislegt gangi á hjá fólki við hjónaskilnað en kerfið valdi því oft að það skapar frekari spennu, óróa eða jafnvel stríð milli fólks. „Þetta er bara raunveruleikinn. Málið er að í okkar umræðu í dag, þessi þjóðfélagsumræða sem er í gangi, þá upplifir maður þetta stundum þannig að þetta snýst um rétt konunnar frekar en rétt föðurins. Auðvitað hefur gengið eitthvað á hjá fullorðnu fólki í skilnaði, það gefur augaleið,“ segir Sævar. „Þetta er oftar en ekki mjög íþyngjandi fyrir þá feður sem lenda í þessu, og því miður verðum við bara að horfast í augu við það að í flestum tilfellum eru það feður sem lenda í þessu frekar en mæður.“ Hann tekur þó fram að í einhverjum tilvikum sé réttmætt að mæður beiti tálmun sem úrræði til þess að koma í veg fyrir umgengni. Ákvörðun um slíkt þurfi þó að taka í samráði við aðra, og þá sérstaklega fagaðila. „Það er ekki hægt að gera það einhliða. Það þarf þá að leita til fagaðila og aðila sem hafa með hagsmuni barnsins, eins og til dæmis til barnaverndaryfirvalda og félagsmálayfirvalda, en ekki bara einhver einhliða ákvörðun hjá foreldri að meina öðru foreldri að umgangast börnin sín, það gengur ekki upp.“Sævar segir nauðsynlegt að ráðast í breytingar á kerfinu sjálfu í svona málum.Vísir/VilhelmEfins um að það eigi að gera tálmun saknæma Aðspurður hvað honum þótti um tálmunarfrumvarp Brynjars Níelssonar sem lagt var fram á þingi árið 2017 segir Sævar að slíkar tillögur séu ekkert nýtt undir sólinni. Oft hafi verið reynt að koma í gegn frumvarpi sem geri tálmun refsiverða og segir Sævar ýmis rök mæla með því, en hann er þó efins um hvort það sé rétta leiðin. „Erum við þá komin í þá stöðu að við ætlum að fangelsa mæður fyrir það að beita tálmunum?“ spyr Sævar og segist efa að barnið sé í betri stöðu ef svo færi. Frumvarpið vakti mikla athygli á sínum tíma og sagði Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, að frumvarpið fæli í sér betri aðferð en núgildandi lög heimiluðu. Sævar segir það vera augljóst að gera þurfi breytingar á lögum og kerfinu sjálfu. „Ég held að við eigum bara að búa okkur til kerfi þar sem að, í raun og veru, ef viðkomandi er að beita tálmunum þá sé bara tekið á því með fýsískum hætti, að það þurfi ekki að fara í eitthvað langt ferli. Það væri þá frekra að barnaverndaryfirvöld myndu þá skerast í leikinn, sækja börnin og þess háttar, og koma börnunum þá til þess foreldris sem á rétt á að umgangast barnið og verið að beita tálmunum gegn,“ segir Sævar. „Auðvitað er þetta ekkert einfalt, en það er alveg augljóst að þetta er vandamál í okkar samfélagi og menn væru heldur ekki að leggja fram frumvarp sem þetta nema þeir teldu að það væri þörf á því. Hvort það sé rétt að fangelsa fólk eða refsa fólki með þessum hætti, það er svo sem annað mál.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sprengisandur Tengdar fréttir Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. 24. júní 2019 14:45 Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. 23. október 2019 18:30 Réttarsátt vegna umgengnistálmana Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi. 24. október 2019 10:30 Dætur Hjördísar Svan segja tálmun jafngilda vernd Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. 18. júní 2019 12:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. 24. júní 2019 14:45
Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. 23. október 2019 18:30
Réttarsátt vegna umgengnistálmana Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi. 24. október 2019 10:30
Dætur Hjördísar Svan segja tálmun jafngilda vernd Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. 18. júní 2019 12:17