Stelpur viti oft ekki að þær hafi verið beittar ofbeldi í kynlífi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 26. október 2019 14:15 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/Getty Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf sem þær geti ekki útskýrt vegna þess að þær hafa séð sömu hluti viðgangast í klámefni, án athugasemda. „Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki, vegna þess að þeim líður illa á eftir en vita ekki almennilega hvort þetta sé partur af heilbrigðu kynlífi eða ekki. Það er kannski verið að grípa fast um hálsinn á þeim eða hrækja framan í þær og þeim finnst það óþægilegt,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Sjá einnig: Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugtHún segir ljóst að það þurfi að auka fræðslu í þessum efnum þar sem það er ekki eðlilegt að upplifa skömm og niðurlægingu eftir kynlíf. Fyrstu kynni ungra stelpna af kynlífi séu oft neikvæð þar sem þar sé farið yfir mörk þeirra án þess að vera spurðar og klámáhorf stráka valdi því að þeir líti oft á valdaójafnvægi og niðurlægingu sem hluta af eðlilegu kynlífi. „Svo eru þær að melta það eftir á, af hverju líður mér svona illa með þetta?“„Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki,“ segir Kolbrún.Vísir/GettyNeikvæð reynsla getur litað viðhorf til kynlífs Kolbrún segir það mikilvægt að allir njóti sín í kynlífi og heilbrigð samskipti séu grundvöllur þess að báðum aðilum líði vel. Jákvætt viðhorf ungra stúlkna til kynlífs geti fljótt breyst í kvíða og ótta ef þær verða fyrir þeirri reynslu að gengið sé á mörk þeirra og þær kyrktar eða meiddar án þeirra samþykkis. „Fyrir stelpu sem fer jákvæð í garð kynlífs og hlakkar til og lendir svo í því að það sé gripið fast í hálsinn á henni í miðjum samförum eða rifið í hárið á henni eða hún meidd eða niðurlægð á einhvern hátt, það auðvitað hefur áhrif á kynsvörunina hennar og það hefur áhrif á kynlífsupplifunina hennar,“ segir Kolbrún. Hún ítrekar að það sé mikilvægt að ræða það við bólfélaga sinn áður, vilji maður prófa eitthvað nýtt eða öðruvísi. Ef fólk treysti sér ekki í að ræða það á hreinskilinn hátt ætti viðkomandi kannski frekar að stunda kynlíf með sjálfum sér.Ofbeldi algengt í klámi samkynhneigðra karlmanna Aðspurð segir Kolbrún ofbeldi ekki einskorðast við kynlíf karla og kvenna. Það sé algengt í klámefni sem sýni tvo karlmenn að annar sé undirgefinn og mikið valdaójafnvægi sé í slíku efni. „Það er einhvern veginn þannig að því nær jaðrinum sem þú ert, því meira ofbeldi. Því miður er kynfræðsla mjög oft gagnkynhneigt-miðuð þannig að fólk sem tilheyrir hinsegin samfélaginu upplifir oft að það tengi ekki við þá kynfræðslu sem það fær,“ segir Kolbrún og bætir við að kynfræðsla eigi að vera fyrir alla. Hún segir alla þurfa að hjálpast að í þessum efnum og ábyrgðin sé ekki einungis á skóla og heilbrigðisstarfsfólki. Opnari umræða um kynlíf og aukin kynfræðsla sé ungu fólki til góðs til þess að þau geti átt heilbrigt kynlíf og notið sín í slíkum samskiptum.Hægt er að horfa á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kynferðisofbeldi Kynlíf Tengdar fréttir Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Mörkin á milli ofbeldis og kynlífs hafa orðið óljós með auknu klámáhorfi hjá ungu fólki. Dæmi eru um að strákar leiki eftir hluti sem þeir þekkja úr klámmyndum og stelpur upplifi vanlíðan eftir kynlíf sem þær geti ekki útskýrt vegna þess að þær hafa séð sömu hluti viðgangast í klámefni, án athugasemda. „Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki, vegna þess að þeim líður illa á eftir en vita ekki almennilega hvort þetta sé partur af heilbrigðu kynlífi eða ekki. Það er kannski verið að grípa fast um hálsinn á þeim eða hrækja framan í þær og þeim finnst það óþægilegt,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Sjá einnig: Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugtHún segir ljóst að það þurfi að auka fræðslu í þessum efnum þar sem það er ekki eðlilegt að upplifa skömm og niðurlægingu eftir kynlíf. Fyrstu kynni ungra stelpna af kynlífi séu oft neikvæð þar sem þar sé farið yfir mörk þeirra án þess að vera spurðar og klámáhorf stráka valdi því að þeir líti oft á valdaójafnvægi og niðurlægingu sem hluta af eðlilegu kynlífi. „Svo eru þær að melta það eftir á, af hverju líður mér svona illa með þetta?“„Stelpur eru oft illa áttaðar með það hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki,“ segir Kolbrún.Vísir/GettyNeikvæð reynsla getur litað viðhorf til kynlífs Kolbrún segir það mikilvægt að allir njóti sín í kynlífi og heilbrigð samskipti séu grundvöllur þess að báðum aðilum líði vel. Jákvætt viðhorf ungra stúlkna til kynlífs geti fljótt breyst í kvíða og ótta ef þær verða fyrir þeirri reynslu að gengið sé á mörk þeirra og þær kyrktar eða meiddar án þeirra samþykkis. „Fyrir stelpu sem fer jákvæð í garð kynlífs og hlakkar til og lendir svo í því að það sé gripið fast í hálsinn á henni í miðjum samförum eða rifið í hárið á henni eða hún meidd eða niðurlægð á einhvern hátt, það auðvitað hefur áhrif á kynsvörunina hennar og það hefur áhrif á kynlífsupplifunina hennar,“ segir Kolbrún. Hún ítrekar að það sé mikilvægt að ræða það við bólfélaga sinn áður, vilji maður prófa eitthvað nýtt eða öðruvísi. Ef fólk treysti sér ekki í að ræða það á hreinskilinn hátt ætti viðkomandi kannski frekar að stunda kynlíf með sjálfum sér.Ofbeldi algengt í klámi samkynhneigðra karlmanna Aðspurð segir Kolbrún ofbeldi ekki einskorðast við kynlíf karla og kvenna. Það sé algengt í klámefni sem sýni tvo karlmenn að annar sé undirgefinn og mikið valdaójafnvægi sé í slíku efni. „Það er einhvern veginn þannig að því nær jaðrinum sem þú ert, því meira ofbeldi. Því miður er kynfræðsla mjög oft gagnkynhneigt-miðuð þannig að fólk sem tilheyrir hinsegin samfélaginu upplifir oft að það tengi ekki við þá kynfræðslu sem það fær,“ segir Kolbrún og bætir við að kynfræðsla eigi að vera fyrir alla. Hún segir alla þurfa að hjálpast að í þessum efnum og ábyrgðin sé ekki einungis á skóla og heilbrigðisstarfsfólki. Opnari umræða um kynlíf og aukin kynfræðsla sé ungu fólki til góðs til þess að þau geti átt heilbrigt kynlíf og notið sín í slíkum samskiptum.Hægt er að horfa á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Kynlíf Tengdar fréttir Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. 25. október 2019 21:00