Norskur fyrrverandi þingmaður í sjö mánaða fangelsi vegna falskra ferðareikninga Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 12:41 Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu árið 2013. Mynd/FRP Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli. Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Sjá meira
Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli.
Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Sjá meira
Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00
Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32