Þrýstingurinn eykst á TikTok Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2019 07:15 Smáforritið vinsæla TikTok hefur verið sakað um að eyða út efni sem brýtur í bága við kínverska utanríkisstefnu. Getty/Chesnot Samfélagsmiðillinn TikTok á nú í vök að verjast vegna ásakana um að vera handbendi kínverska kommúnistaflokksins. Stjórnendum miðilsins er gefið að sök að fjarlægja efni af TikTok sem er stjórnvöldum í Peking ekki þóknanlegt, eins og stuðningsyfirlýsingar við yfirstandandi mótmæli í Hong Kong. TikTok, sem notað er til að deila stuttum myndskeiðum, hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því að það var kynnt til sögunnar árið 2017. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því en TikTok nýtur ekki síst hylli meðal íslenskra grunnskólabarna. Ætlað er forritinu hafi verið halað niður rúmlega milljarð sinnum. TikTok er í eigu fyrirtækisins Bytedance sem er með höfuðstöðvar sínar í Peking.TikTok er notað til að deila stuttum myndskeiðum og svipar þannig til forritsins Musical.ly sem naut vinsælda fyrir nokkrum árum.Ásakanirnar eru ekki úr lausu lofti gripnar. Þannig sýndi rannsókn Guardian í september fram á að stjórnendur TikTok hafi markvisst beitt miðlinum til að styðja við utanríkisstefnu kínverskra stjórnvalda. Blaðamenn komust yfir gögn sem sýndu hvernig eigendur samfélagsmiðilsins kröfðu eftirlitsmenn sína, sem koma eiga í veg fyrir að ósiðlegt efni fari á flug á TikTok, til að ritskoða myndskeið sem vísuðu með einhverjum hætti til sjálfstæðisbaráttu Tíbet eða stúdentamótmælanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Þrátt fyrir ólguna í bandarískum stjórnmálum þessa dagana gátu þingmenn beggja flokka sammælst um andstöðu sína við TikTok í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Tom Cotton, öldungadeildarþingmaður repúblikanaflokksins, settu þannig báðir nafn sitt við bréf til þarlendra löggæsluyfirvalda á miðvikudag þar sem samfélagsmiðillinn er sagður ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þeir óttast að kínversk stjórnvöld geti notað miðilinn til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar á næsta ári, rétt eins og Rússar gerðu í tifelli síðustu forsetakosninga. Rúmlega 110 milljónir Bandaríkjamanna séu með forritið í farsímunum sínum og því sé TikTok „ógn sem ekki er hægt að líta hjá,“ eins og þeir orða það í bréfi sínu. Þeir hvetja þarlend löggæsluyfirvöld því til að rannsaka TikTok og greina þinginu frá niðurstöðum sínum.Chuck Schumer og Tom Cotton vara við TikTok.Getty/alex wongÞessi krafa tónar vel við aðrar efasemdir bandarískra stjórnvalda um kínversk tæknifyrirtæki. Þannig hefur kínverski fjarskiptarisinn Huawei og tilraunir hans til að byggja upp nýja kynslóð 5G-kerfis mætt mikilli andstöðu vestanhafs. Ástæðurnar eru nokkurn veginn þær sömu og í tilfelli TikTok; óttast er að kínversk stjórnvöld geti notað 5G-kerfið í pólitískum tilgangi.Sjá einnig: Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Þessar ásakanir og efasemdir urðu til þess að TikTok sendi frá sér formlega yfirlýsingu í gær, þar sem þvertekið er fyrir þetta allt saman. „Við skulum hafa eitt alveg á hreinu: TikTok fjarlægir ekki efni sem þykir viðkvæmt í Kína. TikTok er ekki með neina starfsemi í Kína og hefur ekki í hyggju að vera með starfsemi þar í framtíðinni.“ TikTok heldur úti kínverskri útgáfu af forritinu, sem kallast Douyin. „Öll gagnaver okkar eru utan Kína og kínversk lög ná því ekki til gagnanna okkar,“ segir í yfirlýsingunni og bætt við að öll gögn TikTok séu geymd í Bandaríkjunum. Efasemdir fólks séu skiljanlegar og vilji TikTok því standa vörð um gagnsæi og áreiðanleika. Meint afskipti kínverskra stjórnvalda af miðlinum er þó ekki eina gangrýnin sem hann hefur sætt. Þannig hafa íslenskir skólastjórnendur hvatt foreldra til að fylgjast með TikTok-notkun barna sinna. Dæmi sé um að forritið sé notað til að leggja önnur börn í einelti. Bandaríkin Huawei Kína Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á. 18. september 2019 20:30 Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samfélagsmiðillinn TikTok á nú í vök að verjast vegna ásakana um að vera handbendi kínverska kommúnistaflokksins. Stjórnendum miðilsins er gefið að sök að fjarlægja efni af TikTok sem er stjórnvöldum í Peking ekki þóknanlegt, eins og stuðningsyfirlýsingar við yfirstandandi mótmæli í Hong Kong. TikTok, sem notað er til að deila stuttum myndskeiðum, hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því að það var kynnt til sögunnar árið 2017. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því en TikTok nýtur ekki síst hylli meðal íslenskra grunnskólabarna. Ætlað er forritinu hafi verið halað niður rúmlega milljarð sinnum. TikTok er í eigu fyrirtækisins Bytedance sem er með höfuðstöðvar sínar í Peking.TikTok er notað til að deila stuttum myndskeiðum og svipar þannig til forritsins Musical.ly sem naut vinsælda fyrir nokkrum árum.Ásakanirnar eru ekki úr lausu lofti gripnar. Þannig sýndi rannsókn Guardian í september fram á að stjórnendur TikTok hafi markvisst beitt miðlinum til að styðja við utanríkisstefnu kínverskra stjórnvalda. Blaðamenn komust yfir gögn sem sýndu hvernig eigendur samfélagsmiðilsins kröfðu eftirlitsmenn sína, sem koma eiga í veg fyrir að ósiðlegt efni fari á flug á TikTok, til að ritskoða myndskeið sem vísuðu með einhverjum hætti til sjálfstæðisbaráttu Tíbet eða stúdentamótmælanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Þrátt fyrir ólguna í bandarískum stjórnmálum þessa dagana gátu þingmenn beggja flokka sammælst um andstöðu sína við TikTok í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Tom Cotton, öldungadeildarþingmaður repúblikanaflokksins, settu þannig báðir nafn sitt við bréf til þarlendra löggæsluyfirvalda á miðvikudag þar sem samfélagsmiðillinn er sagður ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þeir óttast að kínversk stjórnvöld geti notað miðilinn til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar á næsta ári, rétt eins og Rússar gerðu í tifelli síðustu forsetakosninga. Rúmlega 110 milljónir Bandaríkjamanna séu með forritið í farsímunum sínum og því sé TikTok „ógn sem ekki er hægt að líta hjá,“ eins og þeir orða það í bréfi sínu. Þeir hvetja þarlend löggæsluyfirvöld því til að rannsaka TikTok og greina þinginu frá niðurstöðum sínum.Chuck Schumer og Tom Cotton vara við TikTok.Getty/alex wongÞessi krafa tónar vel við aðrar efasemdir bandarískra stjórnvalda um kínversk tæknifyrirtæki. Þannig hefur kínverski fjarskiptarisinn Huawei og tilraunir hans til að byggja upp nýja kynslóð 5G-kerfis mætt mikilli andstöðu vestanhafs. Ástæðurnar eru nokkurn veginn þær sömu og í tilfelli TikTok; óttast er að kínversk stjórnvöld geti notað 5G-kerfið í pólitískum tilgangi.Sjá einnig: Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Þessar ásakanir og efasemdir urðu til þess að TikTok sendi frá sér formlega yfirlýsingu í gær, þar sem þvertekið er fyrir þetta allt saman. „Við skulum hafa eitt alveg á hreinu: TikTok fjarlægir ekki efni sem þykir viðkvæmt í Kína. TikTok er ekki með neina starfsemi í Kína og hefur ekki í hyggju að vera með starfsemi þar í framtíðinni.“ TikTok heldur úti kínverskri útgáfu af forritinu, sem kallast Douyin. „Öll gagnaver okkar eru utan Kína og kínversk lög ná því ekki til gagnanna okkar,“ segir í yfirlýsingunni og bætt við að öll gögn TikTok séu geymd í Bandaríkjunum. Efasemdir fólks séu skiljanlegar og vilji TikTok því standa vörð um gagnsæi og áreiðanleika. Meint afskipti kínverskra stjórnvalda af miðlinum er þó ekki eina gangrýnin sem hann hefur sætt. Þannig hafa íslenskir skólastjórnendur hvatt foreldra til að fylgjast með TikTok-notkun barna sinna. Dæmi sé um að forritið sé notað til að leggja önnur börn í einelti.
Bandaríkin Huawei Kína Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á. 18. september 2019 20:30 Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæp 10% grunnskólabarna telja sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna Nær helmingur sjö þúsund grunnskólanema hér á landi telur sig hafa orðið fyrir neteinelti innan veggja skólanna á síðasta ári samkvæmt nýrri rannsókn. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna og grípa inn í sé þörf á. 18. september 2019 20:30
Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. 18. september 2019 11:30