„Ekki krúttlegur friðarklúbbur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 11:44 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar. Vísir/Egill Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna. Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna.
Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira