Mörkin sem Belginn Dries Mertens skoraði fyrir Napoli gegn Salzburg í Meistaradeildinni í gær voru söguleg.
Napoli vann þá sterkan 2-3 útisigur á Salzburg þar sem Mertens skoraði tvö fyrstu mörk ítalska liðsins.
Með mörkunum komst hann upp fyrir sjálfan Diego Armando Maradona á markalista Napoli. Mertens er búinn að skora 116 mörk fyrir Napoli en Maradona skoraði 115 á sínum glæsta ferli hjá félaginu.
Marek Hamsik er markahæsti leikmaður í sögu Napoli með 121 mark en þess verður ekki langt að bíða að Mertens komist í toppsætið.
Mertens kominn upp fyrir Maradona

Tengdar fréttir

Auðvelt hjá Liverpool, Håland heldur áfram að raða inn mörkum og Barcelona marði sigur í Prag
Öllum leikjum dagsins í Meistaradeildinni er lokið.