Allir eiga að borða hamingjusamar hitaeiningar Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 13:30 Dagný segir það vel hægt að reka veitingarstað á landsbyggðinni. Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“ Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Dagný Magnúsdóttir listakona rekur kaffihúsið Hendur í höfn í Þorlákshöfn sem gegnir einnig mikilvægu menningarhlutverki í bænum. Eva Laufey hitti Dagnýju í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og fékk að heyra hugmyndina á bakvið kaffihúsið, hvernig það sé að reka kaffihús á landsbyggðinni og þeim áskorunum sem fylgja rekstrinum og segir Dagný að oft á tíðum hafi hana langað að gefast upp og hreinlega loka kaffihúsinu. Dagný sló eftirminnilega í gegn í sjónvarpsþættinum Master Chef hér um árið og vakti þar eftirtekt fyrir bakstur. „Þetta átti að vera í algjöru aukahlutverki. Ég ætlaði bara að sinna þessu í algjöru framhjá hlaupi og vera svo á vinnustofunni. Ég hélt að það myndi enginn koma,“ segir Dagný.Dagný elskar að baka góðar kökur.„Ég lifi og hrærist í kringum mat og er svona kökufíkill. Sem barn fékk ég endalaust að vinna í eldhúsinu, bæði hjá ömmu minni og á mínu heimili. Þannig að ég átti mjög góðar fyrirmyndir bæði í bakstri og matargerð.“ Hún segist trúa á það að það sé ekkert svo óhollt að fólk megi ekki smakka það og ekkert svo hollt að hægt sé bara að lifa á því. „Hér gerum við allt frá grunni úr besta fáanlega hráefninu,“ segir Dagný sem fær flestallt hráefni rétt hjá Þorlákshöfn en sumt þarf hún að panta erlendis frá en leggur áherslu á að það sé allt mjög gott. „Ég trúi því að okkur sé ætlað að borða það sem landið okkar gefur okkur. Mér finnst mikilvægt að við borðum hamingjusamar hitaeiningar.“En hvernig gengur að reka veitingarstað úti á landsbyggðinni? „Við erum svo heppin hér að það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá okkur. Veturinn er eðlilega rólegri og þess vegna erum við duglegri að vera með einhverja viðburði yfir vetrartímann. Stundum er maður alveg bugaður og launakostnaðurinn er rosalega hár. Það vita það allir sem starfa í þessu. Hráefniskostnaður er líka að hækka mjög mikið og við getum ekki hækkað veitingarnar okkar í samræmi við það. Ég trúi því samt að þetta sé eitthvað sem eigi eftir að lifa, við þurfum öll að borða og matur er menning.“
Ísland í dag Veitingastaðir Ölfus Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira