Öflugt Samkeppniseftirlit Lárus Sigurður Lárusson skrifar 24. október 2019 09:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun