Rækta iðnaðarhamp í Berufirði: „Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 14:45 Oddný Anna Björnsdóttir og hampurinn sem þau hjón eru að rækta á jörð sinni í Berufirði. Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Oddný Anna Björnsdóttir og maður hennar Pálmi Einarsson hafa undanfarin misseri gert tilraunir með að rækta iðnaðarhamp á jörð sem þau keyptu í Berufirði í fyrra. Tóku þau hektara undir ræktarland og sáðu þremur tegundum af fræjum. Segir Oddný að þrátt fyrir afskaplega slæma tíð í sumar, kulda, þurrk og mikið rok, hafi þau hjón náð plöntunum upp í 130 sentimetra. Rætt var við Oddnýju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hampinn samofinn sögu mannkyns. Plantan finnist út um allan heim og hafi verið ræktuð og nýtt alls staðar. „Síðan var hún bönnuð og nú er hún að koma aftur, er með svona „kombakk“. Hún er ein fjölbreyttasta nytjajurt jarðarinnar og ein umhverfisvænasta plantan. Þetta er allt kannabis, kannabis er jurtategundin og iðnaðarhampur hefur verið notað um þá tegund plöntunnar sem inniheldur ekki þetta vímuefni THC,“ segir Oddný.Pálmi Einarsson með fangið fullt af hampi.Til umræðu á Alþingi að breyta lögum og regluverki Samkvæmt fíkniefnalöggjöfinni eru kannabis og allar afleiður þess skilgreindar sem ávana- og fíkniefni en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sagt að hún vilji endurskoða lög og regluverk um framleiðslu iðnaðarhamps hér á landi. Þannig eigi fordómar fólks fyrir vímuefninu THC ekki að hindra aðra notkun hampsins. Þá hafa þingmenn allra flokka á Alþingi, nema Vinstri grænna og Miðflokksins, lagt fram þingsályktunartillögu sem beint er til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Í ályktuninni felst að ráðherra breyti reglugerðum og leggi fram frumvarp ef þess þarf svo gera megi sölu á vörum sem innihalda CBD (cannabidiol) heimila í almennri sölu. CBD og THC eru helstu virku efni kannabisplöntunnar en ólíkt því síðarnefnda er hið fyrrnefnda ekki vímugjafi. Efnin eru kannabíóðar, líka kallaðir kristallar.Hér sást kristallarnir sem myndast á laufunum og blöðunum.Fjölbreytt notagildi hampsins Oddný segir hampinn hafa fjölbreytt notagildi og hún hafi þess vegna verið kölluð besta nytjajurt jarðarinnar í fjölmiðlum. Þannig sé hægt að nýta hana til dæmis til þess að búa til trefjaplötur, plast, steypu og föt. Fræin sé síðan hægt að nýta til manneldis og í fóður handa skepnum. „Við tökum fræin af henni og borðum þau beint eða gerum úr þeim olíu, hampolíu. Svo er hægt að vinna úr þessum kristöllum sem myndast á blómum og laufum plöntunnar fæðubótarefni og lyf. Okkur var gefin þessi planta til þess að fullnægja flestum okkar þörfum,“ segir Oddný.Hafa getað losað sig við lyfin með því að taka CBD-olíu CBD-olía er eitthvað sem hún og Pálmi gætu búið til. Oddný segir að þurfi að breyta lögum þannig CBD falli ekki undir það sem sé bannað. „Ef fólk getur og líður betur og getur kannski læknað eða meðhöndlað alls konar vægari sjúkdóma eða vanlíðan með þessu þá ætti kostnaður heilbrigðiskerfisins að geta lækkað. Margir sem hafa verið að hafa farið að taka CBD-olíu hafa getað losað sig við eða dregið verulega úr lyfjaskammtinum, annað hvort losað sig við lyf og/eða bara minnkað lyfjaskammtinn. Ég er í sambandi við fjölda fólks, bæði fólk sem ég þekki en líka fólk sem ég hef kynnst á þessari vegferð okkar,“ segir Oddný. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Djúpivogur Garðyrkja Kannabis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent