Dómari sem átti að dæma undanúrslitaleik á HM sendur heim eftir vafasama myndatöku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 12:30 Jaco Peyper með rauða sjaldið á lofti. Gdetty/Shaun Botterill Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý. Rugby Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Dómarinn Jaco Peyper tók afar slæma ákvörðun eftir síðasta leik sem hann dæmdi og sú ákvörðun mun kosta hann það að fá að dæma undanúrslitaleik á HM í rúgbý. Jaco Peyper, sem er frá Suður-Afríku, átti að dæma undanúrslitaleik Englands og Nýja Sjálands, en ekkert verður nú af því. Ástæðan er mynd sem var tekin af Jaco Peyper með stuðningsmönnum Wales eftir leik Frakklands og Wales í átta liða úrslitunum.Jaco Peyper will not referee a World Cup semi-final after mocking sent-off France lock Sebastien Vahaamahina in a picture with Wales fans. More https://t.co/kIowEZSzzDpic.twitter.com/c9Jg6gWQXI — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Jaco Peyper hafði nokkrum tímum áður sent Frakkann Sébastien Vahaamahina af velli með rautt spjald og Wales vann leikinn með minnsta mun, 20-19. Sébastien Vahaamahina fékk rautt fyrir að gefa Walesverjanum Aaron Wainwright olnbogaskot. Á myndinni með Jaco Peyper og stuðningsmönnum Wales, sjást bæði dómarinn og stuðningsmennirnir leika það eftir að gefa manni olnbogaskot í hökuna eins og umræddur Vahaamahina varð uppvís að í leiknum. Umræddur leikur var 50. landsleikurinn sem Peyper dæmdi á ferlinum. Daginn eftir tilkynnti Sébastien Vahaamahina að hann væri hættur. Sú ákvörðun tengdist þó ekki rauða spjaldinu. Franska rúgbý sambandið var allt annað en ánægt með myndatökuna og menn þar innanborðs kölluðu hana sjokkerandi. Flest allir geta verið sammála um það að hún er mjög vafasöm enda tekin aðeins nokkrum tímum eftir að Jaco Peyper hafði dæmt leik hjá Wales. Jaco Peyper var búinn að biðjast afsökunar fyrir myndatökuna og var fyllilega sammála því að hún væri ekki við hæfi þó hann hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma. Það breytir því þó ekki að hann missti undanúrslitaleikinn og dæmir ekki fleiri leik á HM í rúgbý.
Rugby Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira