„Les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2019 10:30 Katla Margrét tók á móti Sindra klukkan átta um morgunin og hún var ekki vöknuð þegar hann mætti. „Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
„Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira