„Nú eigum við að flýta okkur hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 23:30 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvernig best verður gætt að heildarhagsmunum ríkisins við sölu á eignarhlutum þess í bönkunum. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Málið var til umræðu á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að ríkið losi um eignarhald á sviði fjárfestingabankastarfsemi en ekki á sviði viðskiptabankastarfsemi. Ekki er augljóst hvernig á að vinda ofan af eignarhaldi ríkisins í bönkunum en það er samtal sem þarf að eiga við bankasýsluna að því er fram kom í máli Bjarna. Nefndi í því sambandi hvort æskilegt sé að fara í einhvers konar skráningarferli, útboð, eða hvort æskilegra væri að fara einhverja aðra leið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra var málshefjandi að sérstakri umræðu um sölu bankana á Alþingi í dag. Hún telur ekki tímabært að hrinda þeim áformum í framkvæmd. „Nú eigum við að flýta okkur hægt og núna þegar við erum nánast með allt bankakerfið í fanginu, ríkið, þá eigum við að nýta tækifærið og endurskipuleggja kerfið og reyna að sjá hvernig það ætti helst að vera til framtíðar til þess að þjóna almenningi,“ segir Oddný. Bankar séu mjög mikilvægar stofnanir sem þjóni almenningi á margvíslegan hátt. „En þeir stunda líka áhættusama fjárfestingastarfsemi sem er fjármögnuð með sparifé almennings og mér finnst að ríkið eigi að draga sig út úr þeirri starfsemi og selja hana en einbeita sér að viðskiptabankastarfsemi sem þjónar almenningi sem allra best,“ segir Oddný. Í ræðu sinni á Alþingi í dag vitnaði Bjarni í orð Oddnýjar sem hún hafi látið falla þegar hún mælti fyrir frumvarpi að lögum árið 2012 um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, þegar hún var fjármálaráðherra. Í framsögu sinni þá hafi Oddný sagt að ekki væru „taldar forsendur til þess að ríkið verði langtímaeigandi eignarhluta í fjármálafyrirtækjum heldur losi um þá með sölu.“ „Ég held nú að fjármálaráðherrann hafi hugsað sér að skjóta á mig föstum skotum en þau geiguðu. Vegna þess að frumvarpið sem að var samþykkt í desember 2012 var um umgjörðina ef að stjórnvöld skyldu ákveða að selja hlut ríkisins í bönkunum þá stendur í þeim lögum hvernig aðkoma Alþingis á að vera, hvernig aðkoma bankasýslunnar á að vera, og hver aðkoma ráðherrans á að vera,“ segir Oddný.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira