Hannes og Kári fundu sér báðir erlend félög til að æfa með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:45 Hannes Þór Halldórssson og Kári Árnason Getty/VI Images Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Sjá meira