Tveir nítján ára strákar orðaðir við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 16:00 Erling Braut Haaland fagnar marki sínu á móti Liverpool á Anfield. Getty/Simon Stacpoole Real Madrid fylgist mjög vel með tveimur stórefnilegum leikmönnum sem þykir næsta víst að fari til stærri liða í einhverjum af næstu félagsskiptagluggum. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og enska landsliðinu og Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hjá Red Bull Salzburg. Báðir eru strákarnir nítján ára gamlir og eiga því heldur betur framtíðina fyrir sér. Hvort að það sé rétta skrefið að fara strax til Real Madrid er önnur saga. Spænska blaðið El Desmarque slær því upp að Real Madrid sé að skoða þessa tvo frábæru leikmenn sem hafa slegið í gegn á stóra sviðinu fyrir tvítugsafmælið.Real Madrid are reportedly monitoring Borussia Dortmund winger Jadon Sancho. The gossip https://t.co/kBWxRvMY0Bpic.twitter.com/aeTmxu6jsG — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 Real Madrid ætlar sér að styrkja liðið sitt og horfir sérstaklega til framtíðar í næstu kaupum sínum. Þessi tvö undrabörn verða hins vegar ekki ódýrir enda báðir búnir að skapa sér nafn. Jadon Sancho hefur gert frábæra hluti hjá Borussia Dortmund eftir að þýska félagið keypti hann frá Manchester City fyrir átta milljónir punda árið 2017. Sancho hefur meðal annars unnið sig inn í enska landsliðið en hann er með 3 mörk og 6 stoðsendingar í 7 leikjum með Dortmund í þýsku deildinni á þessu tímabili. Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Red Bull Salzburg á þessu tímabili en hann er búinn að skora 19 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum. Það eru líka fleiri félög en Real Madrid sem hafa áhuga á tvímenningunum því það hefur líka Manchester United sem er að byggja sitt framtíðarlið undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Real Madrid fylgist mjög vel með tveimur stórefnilegum leikmönnum sem þykir næsta víst að fari til stærri liða í einhverjum af næstu félagsskiptagluggum. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og enska landsliðinu og Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hjá Red Bull Salzburg. Báðir eru strákarnir nítján ára gamlir og eiga því heldur betur framtíðina fyrir sér. Hvort að það sé rétta skrefið að fara strax til Real Madrid er önnur saga. Spænska blaðið El Desmarque slær því upp að Real Madrid sé að skoða þessa tvo frábæru leikmenn sem hafa slegið í gegn á stóra sviðinu fyrir tvítugsafmælið.Real Madrid are reportedly monitoring Borussia Dortmund winger Jadon Sancho. The gossip https://t.co/kBWxRvMY0Bpic.twitter.com/aeTmxu6jsG — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 Real Madrid ætlar sér að styrkja liðið sitt og horfir sérstaklega til framtíðar í næstu kaupum sínum. Þessi tvö undrabörn verða hins vegar ekki ódýrir enda báðir búnir að skapa sér nafn. Jadon Sancho hefur gert frábæra hluti hjá Borussia Dortmund eftir að þýska félagið keypti hann frá Manchester City fyrir átta milljónir punda árið 2017. Sancho hefur meðal annars unnið sig inn í enska landsliðið en hann er með 3 mörk og 6 stoðsendingar í 7 leikjum með Dortmund í þýsku deildinni á þessu tímabili. Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Red Bull Salzburg á þessu tímabili en hann er búinn að skora 19 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum. Það eru líka fleiri félög en Real Madrid sem hafa áhuga á tvímenningunum því það hefur líka Manchester United sem er að byggja sitt framtíðarlið undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira