19 klukkustundir og 16 mínútur í loftinu Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 08:48 Áhöfnin ávarpar blaðamannafund að flugi loknu ásamt forstjóranum Alan Joyce. Vísir/EPA Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir. Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir.
Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39
Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26