19 klukkustundir og 16 mínútur í loftinu Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 08:48 Áhöfnin ávarpar blaðamannafund að flugi loknu ásamt forstjóranum Alan Joyce. Vísir/EPA Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir. Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir.
Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39
Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26