Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 20:30 Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. Utanríkisráðherra segir að meðal annars þurfi að horfa til netöryggismála og tilrauna ríkja til að hafa áhrif á innanríkismál annarra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom heim af þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi nú síðdegis. Þar var tillaga hans var samþykkt um að Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra gerði skýrslu sem byggir á hugmyndum Torvald Stoltenberg fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs um aukið samstarf Norðurlandanna öryggis og varnarmálum sem kom út fyrir tíu árum. „Við erum að skoða öryggishugtakið í stærra samhengi. Það er verið að skoða hvaða áhrif loftlagsmálin hafa á öryggismál og þær breytingar sem þar eru. Við erum auðvitað að sjá meiri ógn þegar kemur að tölvuárásum,“ segir Guðlaugur Þór. Þá þurfi að verjast tilraunum afla sem vilji grafa undan alþjóðakerfinu. En við höfum byggt okkar samskipti áþví og notið ríkulega góðs af því. Allar Norðurlandaþjóðirnar og ekki hvað síst við íslendingar. Ertu þá jafnvel að tala um falsfréttir og baráttuna gegn þeim? „Já, meðal annars. Áhrif á kosningar og annað slíkt. Við auðvitað verðum að líta á öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir utanríkisráðherra. Í vikunni var greint frá mestu umferð rússneskra kafbáta á Atlantshafi frá því kalda stríðinu sem ráðherra segir ekki vera góðar fréttir. „Frá því innlimun Krímskaga átti sér stað árið 2014 hafa hernaðarleg umsvif Rússa því miður aukist hér á þessu svæði. Því hefur verið mætt, ekki bara að hálfu Bandaríkjanna hér, heldur sömuleiðis frá öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Það er auðvitað grunnur sem við byggjum okkar traustu varnir á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. 31. október 2019 12:30