20 Benz EQC bílar innkallaðir á Íslandi 31. október 2019 07:00 Samkvæmt vefmiðlinum Autoblog hefur Mercedes-Benz hafið innköllun á EQC rafbílnum vegna gallaðs bolta í mismunadrifi í framöxli. „Daimler AG hefur komist að þeirri niðurstöðu að á sumum EQC bílum geti bolti í mismunadrifi framöxuls hugsanlega ekki staðist kröfur um endingu. Þess vegna er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir að boltinn geti brotnað á líftíma bílsins,“ segir í tilkynningu frá framleiðandanum. „Gallinn gæti haft áhrif á snúningsvægi til framöxuls sem leitt gæti til þess að bíllinn stöðvist skyndilega, og gæti haft áhrif á stjórnum ökutækisins, sem leitt gæti til slyss,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þýska viðskiptablaðið Kfz Betrieb sem sagði fyrst frá innkölluninni segir að 1.700 EQC bílar hafi verið innkallaðir, þótt Daimler vilji ekki gefa upp hversu margir þeir eru. Alls munu 20 bílar á Íslandi verða innkallaðir vegna gallans. Að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar, vörumerkjastjóra Mercedes á Íslandi, er verið að bíða eftir varahlutum svo hægt sé að hefja innköllunina. „Tilkynning verður send eigendum og auðvitað Neytendastofu tilkynnt um málið. Engin atvik hafa komið upp varðandi þennan galla, en þetta kom upp í gæðaeftirliti framleiðanda,“ sagði Jónas enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Samkvæmt vefmiðlinum Autoblog hefur Mercedes-Benz hafið innköllun á EQC rafbílnum vegna gallaðs bolta í mismunadrifi í framöxli. „Daimler AG hefur komist að þeirri niðurstöðu að á sumum EQC bílum geti bolti í mismunadrifi framöxuls hugsanlega ekki staðist kröfur um endingu. Þess vegna er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir að boltinn geti brotnað á líftíma bílsins,“ segir í tilkynningu frá framleiðandanum. „Gallinn gæti haft áhrif á snúningsvægi til framöxuls sem leitt gæti til þess að bíllinn stöðvist skyndilega, og gæti haft áhrif á stjórnum ökutækisins, sem leitt gæti til slyss,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þýska viðskiptablaðið Kfz Betrieb sem sagði fyrst frá innkölluninni segir að 1.700 EQC bílar hafi verið innkallaðir, þótt Daimler vilji ekki gefa upp hversu margir þeir eru. Alls munu 20 bílar á Íslandi verða innkallaðir vegna gallans. Að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar, vörumerkjastjóra Mercedes á Íslandi, er verið að bíða eftir varahlutum svo hægt sé að hefja innköllunina. „Tilkynning verður send eigendum og auðvitað Neytendastofu tilkynnt um málið. Engin atvik hafa komið upp varðandi þennan galla, en þetta kom upp í gæðaeftirliti framleiðanda,“ sagði Jónas enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent