Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Kristján Már Unnarsson skrifar 26. desember 2025 07:47 Flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri. Þær eru meðal viðmælenda í þætti Flugþjóðarinnar um innanlandsflugið. Egill Aðalsteinsson „Þetta var núllpokaflug,“ var svarið sem flugfreyjurnar Edda Björk Friðriksdóttir og Eva María Hilmarsdóttir gáfu eftir lendingu Dash 8 Q400-vélar Icelandair á Akureyri þegar spurt var hvort einhverjir ælupokar voru notaðir í fluginu frá Reykjavík. Í flugstjórnarklefanum sátu þeir Jóhann Ingi Sigtryggsson flugstjóri og Egill Andri Jóhannesson flugmaður. Í þriðju þáttaröð Flugþjóðarinnar, sem væntanleg er á dagskrá Sýnar, er fylgst með áhöfninni að störfum í innanlandsfluginu við vetraraðstæður. Él gengu yfir landið og búast mátti við ókyrrð og hristingi, með óþægilegum afleiðingum fyrir viðkvæma maga flugfarþega, það yrði svokallað ælupokaflug. Færeyjaflugið og Grænlandsflugið urðu snemma hluti af verkefnum innanlandsflotans. Fylgst er með endurkomu Íslendinga í Færeyjaflug. Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, við TF-HIS, sjúkraflugvél Björns Pálssonar af gerðinni Cessna 180.Egill Aðalsteinsson Í þáttaröðinni er fjallað um flugsamgöngur á Grænlandi og hlut Íslendinga í þeim. Þá er áhöfn flugmælingavélar Isavia fylgt í flugprófunum milli grænlenskra flugvalla. „Flugsaga Íslendinga er svo mikið saga einstaklinga og frumkvöðla í flugi,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri, þar sem hún stendur framan við TF-HIS, sjúkraflugvél Björns Pálssonar af gerðinni Cessna 180. Þá vél telur hún merkasta grip safnsins. Hörður Guðmundsson byrjaði með einshreyfils stélhjólsvél af gerðinni Cessna 180 á Ísafirði fyrir 55 árum.Egill Aðalsteinsson „Þessar vélar brutu blað í íslenskri flugsögu,“ segir Hörður Guðmundsson, stofnandi Flugfélagsins Ernis, um sömu Cessnu-stélhjólsvélarnar. Þær lögðu grunninn að flugi til margra smærri staða víða um land og stuðluðu að gerð nýrra lendingarstaða. Hörður er meðal viðmælenda í þætti um litlu flugfélögin sem um árabil voru snar þáttur í samgöngukerfinu. Margir flugmanna þeirra urðu nánast þjóðsagnapersónur, menn eins og Þórólfur Magnússon, sem lengi flaug hjá Vængjum. Við fylgjum Ómari Ragnarssyni í heimsókn til Þórólfs og saman rifja þessir þrautreyndu flugjöfrar upp sögur úr fluginu. Ómar Ragnarsson og Þórólfur Magnússon hittast og rifja upp gamlar sögur úr fluginu.Egill Aðalsteinsson „Það er ein drottning himnanna. Það er 747-vélin,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í þætti um júmbó-þotuna í höndum Íslendinga. „Mér fannst hún svona eins og amma,“ segir Þóra Guðmundsdóttir, stofnandi Air Atlanta, en þetta íslenska félag átti eftir að verða einn stórtækasti flugrekandi þotunnar í heiminum. „Að horfa á þetta ferlíki taka sig á loft,“ segir Þuríður Sigurðardóttir söngkona og fyrrverandi yfirflugfreyja á Boeing 747, heilluð af risaþotunni. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, við eina af Boeing 747-þotum félagsins.Egill Aðalsteinsson Þau þrjú eiga það einnig sammerkt að hafa komið að pílagrímafluginu, sem íslensk flugfélög hófu að sinna fyrir liðlega hálfri öld, en sú saga er rakin í einum þáttanna. Jafnframt kynnumst við rekstri Atlanta-flugfélagsins. Þá verður Keflavíkurflugvöllur heimsóttur þar sem við skyggnumst bak við tjöldin til að kynnast margbrotinni starfsemi, ekki síst þeirri sem flugfarþegar verða lítt varir við á leið sinni um þessa stærstu og mikilvægustu samgöngumiðstöð Íslands. Hér má sjá kynningarstiklu þriðju seríu Flugþjóðarinnar: Í annarri þáttaröð Flugþjóðarinnar, sem frumsýnd var síðastliðið vor, er meðal annars fjallað um flugútrás Íslendinga í gegnum áratugina, flugnýlenduna í Lúxemborg, einstakan sess Boeing 757-þotunnar í samgöngusögu Íslands, Airbus-þotur í rekstri íslenskra flugfélaga og flugsamfélagið á Akureyri. Í fyrstu þáttaröð Flugþjóðarinnar, sem frumsýnd var í fyrrahaust, er upphafssaga flugsins á Íslandi rakin, fjallað um sögu Flugfélags Íslands og sögu Loftleiða, farið yfir efnahagsáhrif flugstarfseminnar, fjallað um fólkið í fluginu og áhöfn Atlanta-þotu fylgt í hringferð um Afríku. Áskrifendur Sýnar+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitunni SÝN+ hvar og hvenær sem er. Flugþjóðin Fréttir af flugi Air Atlanta Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Í þriðju þáttaröð Flugþjóðarinnar, sem væntanleg er á dagskrá Sýnar, er fylgst með áhöfninni að störfum í innanlandsfluginu við vetraraðstæður. Él gengu yfir landið og búast mátti við ókyrrð og hristingi, með óþægilegum afleiðingum fyrir viðkvæma maga flugfarþega, það yrði svokallað ælupokaflug. Færeyjaflugið og Grænlandsflugið urðu snemma hluti af verkefnum innanlandsflotans. Fylgst er með endurkomu Íslendinga í Færeyjaflug. Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands, við TF-HIS, sjúkraflugvél Björns Pálssonar af gerðinni Cessna 180.Egill Aðalsteinsson Í þáttaröðinni er fjallað um flugsamgöngur á Grænlandi og hlut Íslendinga í þeim. Þá er áhöfn flugmælingavélar Isavia fylgt í flugprófunum milli grænlenskra flugvalla. „Flugsaga Íslendinga er svo mikið saga einstaklinga og frumkvöðla í flugi,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri, þar sem hún stendur framan við TF-HIS, sjúkraflugvél Björns Pálssonar af gerðinni Cessna 180. Þá vél telur hún merkasta grip safnsins. Hörður Guðmundsson byrjaði með einshreyfils stélhjólsvél af gerðinni Cessna 180 á Ísafirði fyrir 55 árum.Egill Aðalsteinsson „Þessar vélar brutu blað í íslenskri flugsögu,“ segir Hörður Guðmundsson, stofnandi Flugfélagsins Ernis, um sömu Cessnu-stélhjólsvélarnar. Þær lögðu grunninn að flugi til margra smærri staða víða um land og stuðluðu að gerð nýrra lendingarstaða. Hörður er meðal viðmælenda í þætti um litlu flugfélögin sem um árabil voru snar þáttur í samgöngukerfinu. Margir flugmanna þeirra urðu nánast þjóðsagnapersónur, menn eins og Þórólfur Magnússon, sem lengi flaug hjá Vængjum. Við fylgjum Ómari Ragnarssyni í heimsókn til Þórólfs og saman rifja þessir þrautreyndu flugjöfrar upp sögur úr fluginu. Ómar Ragnarsson og Þórólfur Magnússon hittast og rifja upp gamlar sögur úr fluginu.Egill Aðalsteinsson „Það er ein drottning himnanna. Það er 747-vélin,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, í þætti um júmbó-þotuna í höndum Íslendinga. „Mér fannst hún svona eins og amma,“ segir Þóra Guðmundsdóttir, stofnandi Air Atlanta, en þetta íslenska félag átti eftir að verða einn stórtækasti flugrekandi þotunnar í heiminum. „Að horfa á þetta ferlíki taka sig á loft,“ segir Þuríður Sigurðardóttir söngkona og fyrrverandi yfirflugfreyja á Boeing 747, heilluð af risaþotunni. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta, við eina af Boeing 747-þotum félagsins.Egill Aðalsteinsson Þau þrjú eiga það einnig sammerkt að hafa komið að pílagrímafluginu, sem íslensk flugfélög hófu að sinna fyrir liðlega hálfri öld, en sú saga er rakin í einum þáttanna. Jafnframt kynnumst við rekstri Atlanta-flugfélagsins. Þá verður Keflavíkurflugvöllur heimsóttur þar sem við skyggnumst bak við tjöldin til að kynnast margbrotinni starfsemi, ekki síst þeirri sem flugfarþegar verða lítt varir við á leið sinni um þessa stærstu og mikilvægustu samgöngumiðstöð Íslands. Hér má sjá kynningarstiklu þriðju seríu Flugþjóðarinnar: Í annarri þáttaröð Flugþjóðarinnar, sem frumsýnd var síðastliðið vor, er meðal annars fjallað um flugútrás Íslendinga í gegnum áratugina, flugnýlenduna í Lúxemborg, einstakan sess Boeing 757-þotunnar í samgöngusögu Íslands, Airbus-þotur í rekstri íslenskra flugfélaga og flugsamfélagið á Akureyri. Í fyrstu þáttaröð Flugþjóðarinnar, sem frumsýnd var í fyrrahaust, er upphafssaga flugsins á Íslandi rakin, fjallað um sögu Flugfélags Íslands og sögu Loftleiða, farið yfir efnahagsáhrif flugstarfseminnar, fjallað um fólkið í fluginu og áhöfn Atlanta-þotu fylgt í hringferð um Afríku. Áskrifendur Sýnar+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitunni SÝN+ hvar og hvenær sem er.
Flugþjóðin Fréttir af flugi Air Atlanta Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44