Austfirðingar baða sig við kertaljós þegar dagar myrkurs fara í hönd Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2019 22:53 Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths. Fyrir aftan má sjá kertaljósin loga á eyjum baðlauganna. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá nýja baðstaðnum Vök Baths við Egilsstaði, sem býður gestum upp á kertaljós og kósý-stund, og lifandi tónlist, að því er fram kom í viðtali við Heiði Vigfúsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths. Bæjarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar um allt Austurland leggjast á eitt til að hvetja til samveru og gera íbúum og gestum þeirra glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf, að því er fram kemur á vef Austurbrúar. „Í fimm daga rekur svo hver viðburðurinn annan í hverju bæjarfélagi og ættu háir sem lágir að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Listafólk leggur lóð sín á vogarskálarnar; tónlist og myndlist verða í öndvegi, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós og kósý-stundir í sundlaugum, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og Ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað,“ segir ennfremur. Vök Baths er við Urriðavatn, um fimm kílómetra norðan Egilsstaða. Þessi nýstárlegi baðstaður tók til starfa fyrir þremur mánuðum en nafn hans vísar til heitra náttúrulauga á vatnsbotninum sem mynda vakir í vatninu á vetrum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Seyðisfjörður Sundlaugar Vopnafjörður Tengdar fréttir Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. 12. júlí 2018 11:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sameiginleg byggðahátíð Austfirðinga, Dagar myrkurs, hófst á Austurlandi í dag en hún stendur yfir næstu fimm daga. Í tilefni hennar var Stöð 2 í beinni útsendingu frá nýja baðstaðnum Vök Baths við Egilsstaði, sem býður gestum upp á kertaljós og kósý-stund, og lifandi tónlist, að því er fram kom í viðtali við Heiði Vigfúsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths. Bæjarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar um allt Austurland leggjast á eitt til að hvetja til samveru og gera íbúum og gestum þeirra glaða daga nú þegar skammdegið fer í hönd og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf, að því er fram kemur á vef Austurbrúar. „Í fimm daga rekur svo hver viðburðurinn annan í hverju bæjarfélagi og ættu háir sem lágir að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. Listafólk leggur lóð sín á vogarskálarnar; tónlist og myndlist verða í öndvegi, hlaðborð og þjóðlegir réttir, kertaljós og kósý-stundir í sundlaugum, ljóðalestur, draugagangur og afturganga, bílabíó og Ástardagar, sviðamessa, myrkra- og grímuböll, og stjörnum og norðurljósum fagnað,“ segir ennfremur. Vök Baths er við Urriðavatn, um fimm kílómetra norðan Egilsstaða. Þessi nýstárlegi baðstaður tók til starfa fyrir þremur mánuðum en nafn hans vísar til heitra náttúrulauga á vatnsbotninum sem mynda vakir í vatninu á vetrum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Seyðisfjörður Sundlaugar Vopnafjörður Tengdar fréttir Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. 12. júlí 2018 11:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Bjóða gestum að baða sig í volgum vökum úti í vatni Framkvæmdir eru hafnar við nýjan baðstað í útjaðri Egilsstaða, sem fullyrt er að verði einstakur, en þar munu gestir upplifa það að baða sig í vökum úti í vatni. 12. júlí 2018 11:30