Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 10:30 Fulltrúar landssamtaka ungmennafélaga á Norðurlöndum funduðu með forsætisráðherrum á Norðurlandaráðsþingi í gær. norden.org/Johannes Jansson „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
„Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG.
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12