Íbúar Okinawa segja líka „þetta reddast“ Ari Brynjólfsson skrifar 30. október 2019 07:00 Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu, segir awamori hafa fengið góðar viðtökur hér og hugar nú að öðrum Evrópulöndum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira