Innlent

Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey

Jón Þórisson skrifar
Grímsey er þátttakandi í brothættum byggðum.
Grímsey er þátttakandi í brothættum byggðum.
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. Aflaheimildir Sigurbjörns eru um 1.000 þorskígildistonn og hafa um níu manns starfað hjá fyrirtækinu að jafnaði. Tilkynnt var um kaupin, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, um miðjan mánuð og varð það tilefni til umræðu um framtíð byggðar í eynni.

Grímsey hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir, en sjávarútvegur er grundvöllur búsetu og aðalatvinnuvegur Grímseyinga, eins og fram kemur á vef Byggðastofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×