Körfubolti

Tveir efni­legir leik­menn í Suður­ne­sjaliðunum fengu mikið hrós frá lands­liðs­þjálfaranum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það fór heil umferð fram í Dominos-deild kvenna í vikunni. Sigurganga Vals heldur áfram, Skallagrímur hafði betur gegn Blikum, KR lenti í litum vandræði í Stykkishólmi og Keflavík vann nágrannaslaginn.

Umferðin var gerð upp í Dominos Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi. Kjartan Atli Kjartansson stýrði sem fyrr skútunni en spekingar hans í gær voru þeir Sævar Sævarsson, Benedikt Guðmundsson og Kristinn Friðriksson.

Ein besta frammistaða umferðarinnar var í grannaslagnum er Keflavík hafði betur gegn Grindavík. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 13 stig á tuttugu mínútum og spilaði afar vel. Hún fékk hrós frá Benedikt Guðmundssyni.

„Við vorum að sýna Önnu Ingunni. Þetta er ein efnilegasta þriggja stiga skytta sem við eigum. Svakalegur skotmaður,“ sagði Benedikt sem er einnig landsliðsþjálfari sem og þjálfari KR í Dominos-deild kvenna.

Hrund Skúladóttir átti mjög flottan leik hjá Grindavík og hún fékk einnig mikið hrós frá Benedikt.

„Það sem ég fýla svo með Hrund er að hún er ulimate liðsmaður. Hún er tilbúin að gera allt sem þjálfarinn biður hana um. Hún er oft að spila út úr stöðu. Oft neita bakverðir að fara í fjarkann en hún fer í ásinn, tvistinn og stundum fjarka,“ sagði Benedikt og hélt áfram.

„Hún er ekkert að pæla í tölunum eða hvernig hún lítur út. Hún gerir allt og leysir það. Mér fannst þetta svakalegur eiginleiki sem verður að hrósa því það eru ekki allir leikmenn tilbúnir í þetta.“

Alla umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×