„Ég var fljótasta stelpan í Bandaríkjunum en svo samdi ég við Nike“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 10:00 Mary Cain kemur hér fyrst í mark í hlaupi þegar allt var í blóma. Getty/Bill Frakes Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan. Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Hlaupakonan Mary Cain sagði sláandi sögu sína í myndbandi sem birtist í New York Times en einu sinni var þessi 23 ára gamla stelpa talin vera mesta efni í heimi í millivegahlaupum. Árið 2013 var Mary Cain yngsti liðsmaður bandaríska frjálsíþróttalandsliðsins frá upphafi sem vann sér sæti í heimsmeistaramótsliði. Hún var aðeins sautján ára gömul og var búin að slá í gegn með því að bæta hvert metið á fætur öðru. Hún var í sérflokki í sinni grein meðal jafnaldra sinna í Bandaríkjunum og var líka toppnemandi. Hún hafði allt til að vera stórstjarna í íþróttaheiminum en ein afdrifarík ákvörðun átti að hennar mati eftir að rústa hennar ferli.Mary Cain: I Was the Fastest Girl in America, Until I Joined Nike https://t.co/eTJgDvGWb7 — Buster Olney (@Buster_ESPN) November 7, 2019Á þessu sama ári skrifaði Mary Cain undir samning við Nike og var hluti af Oregon Project liðinu hjá þessum stóra bandaríska íþróttavöruframleiðanda. Hún hélt að hún væri með því að stíga rétta skrefið í átt að verða sú besta í heimi. Það var hins vegar þá sem allt breyttist til hins verra. Mary Cain kom mjög ung inn í sviðsljósið en hún réði ekki við þær ósanngjörnu kröfur sem settar voru á hana. Cain hafði hæfileikana til að vinna gull á næstu Ólympíuleikum en var aldrei sú sama. Mikil pressa var sett á Mary Cain að verða grennri og grennri og hún réð ekki við þær fáránlegu kröfur sem voru settar á hana af þjálfurunum hjá Nike Oregon Project. Allir bestu tímar hennar eru frá 2013 og 2014. Yfirmaður verkefnisins var Alberto Salazar en hann hefur nú verið fundinn sekur um að nota ólögleg lyf og er nú að taka út fjögurra ára bann vegna þessa. Í framhaldinu var Nike Oregon Project lagt niður. Eftir stendur Mary Cain niðurbrotin en var tilbúin að segja sögu sína. Cain talar um að Alberto Salazar og hinir þjálfararnir hafi meðal annars látið hana taka ólögleg lyf til að léttast en það hafi á endanum leitt til bæði líkamlegra og andlega þjáninga. Allt snerist um að hún yrði að grennast en á sama tíma fékk hún ekkert aðgengi að íþróttasálfræðingi eða öðrum sem gætu hjálpað henni í gegnum þessa martröð. Mary Cain hætti þannig að fá blæðingar í þrjú ár og bein hennar urðu mjög veikbyggð. Hún brotnaði þannig fimm sinnum á meðan hún tók þátt í Nike Oregon Project. Mary Cain sagði sögu sína í myndbandi sem New York Times birti á heimasíðu sinni og er aðgengilegt hér fyrir neðan.
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira