Jakob Segulmagnaði í rafmögnuðu ryki Þórarinn Þórarinsson skrifar 8. nóvember 2019 09:00 Jack Magnet og Hermigervill eru búnir að greiða úr snúruflækjunni og tilbúnir ti þess að taka flugið á svuntuþeysunum og sörfa hinar margrómuðu íslensku loftbylgjur í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Eins og vandlega hefur verið fært til bókar í íslenskri tónlistarsögu var Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon á öndverðum níunda áratugnum Jack Magnet og sinnti köllun sinni í Los Angeles. Í þeirri háborg afþreyingarmenningarinnar kitlaði brasilíska tónlistargoðsögnin Sérgio Mendes hann með bossanova-tónum sem urðu honum slíkur innblástur að hann hélt suður á bóginn í bossanova-leiðangur. Þetta reyndist ferð með óræð fyrirheit þar sem Jakob sneri aftur með raftónlistarveislu og heimildarmyndina Brasilíufararnir í farangrinum. Uppnuminn af hinum elektróníska frumtóni gerði hann tímamótaplötuna A Historical Glimpse of the Future ásamt tónlistarmanninum tæknivædda Alan Howarth og þar sem Jakob dansar í takt við örlaganornirnar ætlar hann af ærnu tilefni að dusta rykið af plötunni á Airwaves í Gamla bíói í kvöld.Leitin að nýja tóninum „Ætli það megi ekki segja að Brasilíuförin hafi kveikt rafræna neistann, að Brasilíufararnir hafi markað upphaf tölvutónlistar Frímannsins eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jakob sem verður Magnet aftur í kvöld. Bossanova-kóngurinn Sérgio Mendes er ekki síst þekktur fyrir að blanda djassi og fönki saman við suðuramerísku tónlistina og hermt er að hann hafi séð eitthvert gull í Jakobi þegar leiðir þeirra lágu saman í borg englanna. „Sérgio Mendes var búinn að bóka fyrir mig bæði hljóðver og hljóðfæraleikara til þess að gera bossanova-plötu en síðan eiginlega breyttist sú Brasilíuför í þessa kvikmyndagerð,“ rifjar Jakob upp. „Þannig að í staðinn fyrir bossanova-plötu varð til kvikmynd og í staðinn fyrir að bossanova-músíkin yrði notuð í kvikmyndina hófst þarna þessi tölvuleiðangur vegna þess að bossanova var ekki komið til sögunnar á tíma Brasilíufaranna.“Tæknitröll Jakobs gekk í björg þannig að sjálfur Hermigervill var kallaður út. Fréttablaðið/Sigtryggur AriFyrstu landflóttamennirnir „Þetta er heimildarmynd um fyrstu landflóttamenn Íslands sem ég gerði 1981 og var sýnd í Sjónvarpinu nokkrum sinnum,“ segir Jakob um myndina sem enn er mörgum sem þá voru komnir til ára og einhvers vits enn í fersku minni. Brasilíufararnir eru 39 Íslendingar sem fluttust búferlum til Brasilíu á árunum 1863 og 1873 og settust að í því sem síðar varð vagga bossanova-tónlistarinnar og enn síðar rafmögnuð tónlistaruppspretta Jakobs. Þegar kom að því að finna tónlist við hæfi fyrir heimildarmyndina stóð Jakob frammi fyrir því að bossanova var tímaskekkja og íslensk þjóðlög hæfðu eiginlega ekki heldur. „Þannig að þá brá ég á það ráð að fara inn í þennan eiginlega nýbakaða elektróníska heim og tölvutónlistin er því „innblásin“ af Brasilíuförunum innan gæsalappa.Spámaður fjarri föðurlandinu Hljóðgervlarnir, svuntuþeysarnir, hljómborðin sem Jakob lýsir sem hálfgerðum forngripum í dag voru þarna mikil nýmóðins furðuverk og tónarnir sem frá þeim flæddu svifu síðan yfir og mörkuðu varanlega tónlist áratugarins sem kenndur er við „sítt að aftan“ og nýrómantík. Þetta var sem sagt dálítið skemmtilegt verkefni og þegar búið var að klára kvikmyndina og tónlistina við hana þá var þessu skellt saman á hljómplötu sem fékk þetta ágæta heiti A Historical Glimpse of the Future, Söguleg innsýn í framtíðina, sem segja má að á vissan hátt hafi dálítið gengið eftir. Svona eftir á að hyggja meira en mig grunaði.“JFMAftur til fortíðar A Historical Glimpse of the Future braust nýlega undan bláum skugga fortíðar og reyndist standast tímans tönn jafnvel betur en popplag í G-dúr þannig að Jakob mat stöðuna svo að réttast væri að dusta rykið almennilega af plötunni á sviði. Og það í gamla bíóinu. „Bandaríska útgáfufyrirtækið Strange Disc Records hafði samband við mig í sumar og vildi fá að gefa þetta út á vinýl, segir Jakob og ljóst að fyrirtækið er með allt á hreinu þar sem „fyrsta upplagið seldist upp án tafar og það kom annað upplag“, segir Jakob. „Og þannig kom þetta Iceland Airvawes-gigg til og þar sem Alan Howard er genginn fyrir alllöngu í björg Stevens Spielberg, sem hans umhverfishljóðameistari og svona, þá fékk ég einn af þeim sem fremstur gæti talist meðal jafningja á Íslandi, sjálfan Hermigervil, Sveinbjörn Thorarensen Björnsson, Mezzoforte-stofnanda, til þess að ganga í þetta með mér,“ segir Jakob, sem fer yfir málin í mun lengra máli á Fréttablaðið.is í dag.Engin leið að hætta „Það verður sem sagt kortér yfir níu í kvöld í Gamla bíói sem þetta verður keyrt af stað,“ heldur Jakob áfram. „Og tryggð haldið, skulum segja, við gömlu hljóðgervlana og þau tól sem notuð voru og flokkast flest undir það sem kallað er „retró“ í dag. Þetta er skemmtilega gamall og fallegur gír sem verið er að dusta rykið af. En það er ansi líklegt að þetta verði aðeins í boði þetta eina sinn. Himintunglin röðuðu sér bara upp þannig núna og eitt leiddi af öðru,“ segir Stuðmaðurinn sem sér þó enga leið til að hætta í bransanum. „Sú tilhugsun hefur eiginlega aldrei ratað til mín og ef það skyldi gerast þá mun ég taka upp sæmdarheitið Helgisteinn og láta þar við sitja.“ Hæpið, þar sem tónlistin er æskubrunnur Jakobs og hann heldur sér ekki síst ungum með því að stíga á svið. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Eins og vandlega hefur verið fært til bókar í íslenskri tónlistarsögu var Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon á öndverðum níunda áratugnum Jack Magnet og sinnti köllun sinni í Los Angeles. Í þeirri háborg afþreyingarmenningarinnar kitlaði brasilíska tónlistargoðsögnin Sérgio Mendes hann með bossanova-tónum sem urðu honum slíkur innblástur að hann hélt suður á bóginn í bossanova-leiðangur. Þetta reyndist ferð með óræð fyrirheit þar sem Jakob sneri aftur með raftónlistarveislu og heimildarmyndina Brasilíufararnir í farangrinum. Uppnuminn af hinum elektróníska frumtóni gerði hann tímamótaplötuna A Historical Glimpse of the Future ásamt tónlistarmanninum tæknivædda Alan Howarth og þar sem Jakob dansar í takt við örlaganornirnar ætlar hann af ærnu tilefni að dusta rykið af plötunni á Airwaves í Gamla bíói í kvöld.Leitin að nýja tóninum „Ætli það megi ekki segja að Brasilíuförin hafi kveikt rafræna neistann, að Brasilíufararnir hafi markað upphaf tölvutónlistar Frímannsins eða eitthvað svoleiðis,“ segir Jakob sem verður Magnet aftur í kvöld. Bossanova-kóngurinn Sérgio Mendes er ekki síst þekktur fyrir að blanda djassi og fönki saman við suðuramerísku tónlistina og hermt er að hann hafi séð eitthvert gull í Jakobi þegar leiðir þeirra lágu saman í borg englanna. „Sérgio Mendes var búinn að bóka fyrir mig bæði hljóðver og hljóðfæraleikara til þess að gera bossanova-plötu en síðan eiginlega breyttist sú Brasilíuför í þessa kvikmyndagerð,“ rifjar Jakob upp. „Þannig að í staðinn fyrir bossanova-plötu varð til kvikmynd og í staðinn fyrir að bossanova-músíkin yrði notuð í kvikmyndina hófst þarna þessi tölvuleiðangur vegna þess að bossanova var ekki komið til sögunnar á tíma Brasilíufaranna.“Tæknitröll Jakobs gekk í björg þannig að sjálfur Hermigervill var kallaður út. Fréttablaðið/Sigtryggur AriFyrstu landflóttamennirnir „Þetta er heimildarmynd um fyrstu landflóttamenn Íslands sem ég gerði 1981 og var sýnd í Sjónvarpinu nokkrum sinnum,“ segir Jakob um myndina sem enn er mörgum sem þá voru komnir til ára og einhvers vits enn í fersku minni. Brasilíufararnir eru 39 Íslendingar sem fluttust búferlum til Brasilíu á árunum 1863 og 1873 og settust að í því sem síðar varð vagga bossanova-tónlistarinnar og enn síðar rafmögnuð tónlistaruppspretta Jakobs. Þegar kom að því að finna tónlist við hæfi fyrir heimildarmyndina stóð Jakob frammi fyrir því að bossanova var tímaskekkja og íslensk þjóðlög hæfðu eiginlega ekki heldur. „Þannig að þá brá ég á það ráð að fara inn í þennan eiginlega nýbakaða elektróníska heim og tölvutónlistin er því „innblásin“ af Brasilíuförunum innan gæsalappa.Spámaður fjarri föðurlandinu Hljóðgervlarnir, svuntuþeysarnir, hljómborðin sem Jakob lýsir sem hálfgerðum forngripum í dag voru þarna mikil nýmóðins furðuverk og tónarnir sem frá þeim flæddu svifu síðan yfir og mörkuðu varanlega tónlist áratugarins sem kenndur er við „sítt að aftan“ og nýrómantík. Þetta var sem sagt dálítið skemmtilegt verkefni og þegar búið var að klára kvikmyndina og tónlistina við hana þá var þessu skellt saman á hljómplötu sem fékk þetta ágæta heiti A Historical Glimpse of the Future, Söguleg innsýn í framtíðina, sem segja má að á vissan hátt hafi dálítið gengið eftir. Svona eftir á að hyggja meira en mig grunaði.“JFMAftur til fortíðar A Historical Glimpse of the Future braust nýlega undan bláum skugga fortíðar og reyndist standast tímans tönn jafnvel betur en popplag í G-dúr þannig að Jakob mat stöðuna svo að réttast væri að dusta rykið almennilega af plötunni á sviði. Og það í gamla bíóinu. „Bandaríska útgáfufyrirtækið Strange Disc Records hafði samband við mig í sumar og vildi fá að gefa þetta út á vinýl, segir Jakob og ljóst að fyrirtækið er með allt á hreinu þar sem „fyrsta upplagið seldist upp án tafar og það kom annað upplag“, segir Jakob. „Og þannig kom þetta Iceland Airvawes-gigg til og þar sem Alan Howard er genginn fyrir alllöngu í björg Stevens Spielberg, sem hans umhverfishljóðameistari og svona, þá fékk ég einn af þeim sem fremstur gæti talist meðal jafningja á Íslandi, sjálfan Hermigervil, Sveinbjörn Thorarensen Björnsson, Mezzoforte-stofnanda, til þess að ganga í þetta með mér,“ segir Jakob, sem fer yfir málin í mun lengra máli á Fréttablaðið.is í dag.Engin leið að hætta „Það verður sem sagt kortér yfir níu í kvöld í Gamla bíói sem þetta verður keyrt af stað,“ heldur Jakob áfram. „Og tryggð haldið, skulum segja, við gömlu hljóðgervlana og þau tól sem notuð voru og flokkast flest undir það sem kallað er „retró“ í dag. Þetta er skemmtilega gamall og fallegur gír sem verið er að dusta rykið af. En það er ansi líklegt að þetta verði aðeins í boði þetta eina sinn. Himintunglin röðuðu sér bara upp þannig núna og eitt leiddi af öðru,“ segir Stuðmaðurinn sem sér þó enga leið til að hætta í bransanum. „Sú tilhugsun hefur eiginlega aldrei ratað til mín og ef það skyldi gerast þá mun ég taka upp sæmdarheitið Helgisteinn og láta þar við sitja.“ Hæpið, þar sem tónlistin er æskubrunnur Jakobs og hann heldur sér ekki síst ungum með því að stíga á svið.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira