Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axarlið í kvöld er hann meiddist illa í leik Kiel og Rhein-Neckar Löwen í þýska handboltanum.
Heimasíða Kiel sagði frá þessu í kvöld en Vísir greindi frá meiðslum Gísla fyrr í kvöld sem virtist sárþjáður er hann yfirgaf höllina.
Læknar komu öxl Gísla aftur í liðin en það komi fyrst í ljós á morgun hvort að liðbönd í öxlinni hafi skaddast segir í frétt Morgunblaðsins.
Evrópumótið er framundan en Gísli kom vel inn í leik íslenska liðsins í æfingarleikjum gegn gegn Svíþjóð á dögunum.
Óvíst er hvort að hann verði klár í slaginn í janúar en það ætti að skýrast betur með nánari myndatökum á morgun.
Gísli Þorgeir fór úr axlarlið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn


Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn






Evrópumeistararnir fóru hamförum
Fótbolti