Íslenzku rjúpunni til varnar Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. nóvember 2019 11:00 Nýlega fékk undirritaður í hendur ítarleg rannsóknarskjöl um þróun og stöðu rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Bar aðalskjalið heitið „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, dagsett 6. september. Undirskjal sýnir stofnbreytingar rjúpu 2018-2019 á öllum talningarsvæðum landsins, 32 að tölu. Segir þetta skjal meira en margvíslegar vangaveltur og mörg orð. Af þessum 32 svæðum dregst stofnstærð saman, allt að 70%, á 26 svæðum, á sama tíma og stofninn styrkist aðeins á 6 svæðum. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er stofninn á öllum fjórum svæðunum í stórfelldum mínus. Á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema tveir karrar á ferkílómetra. Fyrir nokkrum áratugum náði þessi fjöldi 40 körrum. Það getur vart talizt siðsemi eða sanngirni og heiðarleiki gagnvart fuglinum og lífríkinu, að láta veiðimenn berja þetta svæði, með árásum á þá fáu fugla, sem þar eru eftir, í allt að 22 daga, nú í nóvember, og murka þannig kannske líftóruna úr síðustu fuglunum!? Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9, 2017 voru þeir 12. Í fyrra var hækkað í 15 daga, og nú var veiðimönnum sýnd sú rausn að hækka í 22 daga, þrátt fyrir það, að stofninn sé í frjálsu falli. Skilur þetta einhver? Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er samdráttur stofns líka verulegur á 13 af 14 veiðisvæðum. Aðeins á einu svæði á Vesturlandi styrkist stofninn lítillega. Hér gilda sömu athugasemdir. Hvernig í ósköpunum geta stjórnvöld leyft vaxandi veiðar á þessum svæðum!?? Á Norðausturlandi og Austurlandi eru 14 veiðisvæði, þar af 9 í mínus og aðeins 5 í plús. Mat undirritaðs er, að við hæfi hefði verið og full þörf á, að friða rjúpuna um allt land í ljósi þeirrar neikvæðu stofnþróunar, sem að ofan greinir. Ef menn vilja láta eftir veiðimönnum, út af gömlum matarvenjum, sem þó eru ekki nema viljinn til að gleðja sig og sinn munn, í eitt eða tvö skipti, á kostnað fallegra lífvera, sem prýða og auðga lífríkið langt umfram það, sem ein eða tvær máltíðir geta glatt bragðlauka veiðimanna, þá ætti að takmarka veiðar í ár við Norðausturland og Austurland; Suðausturland, Suðurland, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland ætti skilyrðislaust að friða í ár! Talað er um, að veiðimenn séu 6.000, og, að þeir fari að jafnaði 3-4 daga til veiða. Er hér reiknað með alls 12 fuglum á veiðimann. Á þennan hátt stefna stjórnvöld á veiðar að hámarki 72.000 fugla. Á það er vera kvóti ársins, undarlegt nokk meiri fjöldi en til margra ára, þó að stofn fuglsins sé á alvarlegri niðurleið. Getur þetta reikningsdæmi verið alvara manna!? Hanga veiðimenn yfir veiðum daglangt til að ná 3-4 rjúpum? 5-10 rjúpur á dag er væntanlega keppikefli veiðimanna, ef þeir þá yfirhöfuð finna fuglinn, en slík veiði, myndi þýða dráp 20 til 30 fugla á veiðimann yfir veiðitíma. Sé þetta rétt, yrði heildarveiði 120.000 til 180.000 fuglar, í stað 72.000 fugla kvótans, sem stjórnvöld stefna á og treysta. Stjórnvöld virðast trúa mikið á heiðarleika og löghlýðni veiðimanna, og virðast þau vera reiðubúin til að leggja höndina í eldinn fyrir þá. Byggja sína veiðistefnu ótrauð á því, að veiðimenn haldi sig innan 12 fugla marksins, þó að eftirlit sé ekkert. „Stofnunin leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil,“ skrifar forstjóri Náttúrufræðistofunnar til umhverfisráðherra 11. september sl. Er forstjórinn að boða, að búið sé að færa veiðistjórn frá Náttúrufræðistofnun til veiðimanna, enda treysti hann þeim fyllilega!? Það er engin önnur stjórnun, og „viðleitni til að draga sem mest úr“ eru aðeins innantóm orð. Eins mætti gefa bjórdrykkju eða notkun farsíma við akstur, eða þá ökuhraða, frjálsa og biðla svo til manna um það, að þeir nýti frelsið vel, hóflega, af sanngirni og heiðarlega. Og, svo bara treysta þeim. Stundum er talað um, að menn séu bláeygir. Eða, kannske er þetta meira undirlægjuháttur og eftirlátssemi við öfluga veiðimenn. Margir kunna að vera heiðarlegir í mannlegum samskiptum, en lítið verður oft úr þessum heiðarleika veiðimanna gagnvart bráðinni. Ef veiðimenn bæru tilfinningar eða virðingu fyrir dýrunum, væru þeir alls ekki að limlesta þau og drepa, að gamni sínu og sér til gleði. Nú til dags er þörfin engin. Gott dæmi um óheilindi Skotvíss kom fram á dögunum, en þá var fréttatilkynning í Morgunblaðinu um það, að Skotvís hefði gengið í Evrópska skotveiðasambandið, þó með fyrirvara við banni gegn lunda- og álkuveiðum, sem búið er að útrýma á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum, „… því nóg sé af þessum tegundum hér“, eftir því, sem Skotvís fullyrti. Sannleikurinn er þó annar, því skv. „Válista fugla“ NÍ frá 2018, er lundinn talinn „Tegund í bráðri útrýmingarhættu“, næst á eftir geirfugli og öðrum útdauðum tegundum á Íslandi. Ég sé ekki, að þetta veiðikerfi stjórnvalda verði lagað eða stokkað upp, þannig, að það virki eins og stefnt er að; rjúpunni til velferðar og verndar. Enda er búið að ofsækja og hrella þessa blessuðu veru í slíkum mæli, í gegnum ár og aldir, að engu tali tekur. Það er því löngu kominn tími til, að friða íslenzku rjúpuna alfarið og til frambúðar, þó að algjör friðun náist seint vegna óheiðarleika veiðimanna. Myndi friðun auðga og fegra fátæklegt íslenzkt lífríki, almenningi og ferðamönnum til yndis og gleði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skotveiði Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nýlega fékk undirritaður í hendur ítarleg rannsóknarskjöl um þróun og stöðu rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Bar aðalskjalið heitið „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, dagsett 6. september. Undirskjal sýnir stofnbreytingar rjúpu 2018-2019 á öllum talningarsvæðum landsins, 32 að tölu. Segir þetta skjal meira en margvíslegar vangaveltur og mörg orð. Af þessum 32 svæðum dregst stofnstærð saman, allt að 70%, á 26 svæðum, á sama tíma og stofninn styrkist aðeins á 6 svæðum. Á Suðausturlandi og Suðurlandi er stofninn á öllum fjórum svæðunum í stórfelldum mínus. Á Suðausturlandi (Kvískerjum) fundust ekki nema tveir karrar á ferkílómetra. Fyrir nokkrum áratugum náði þessi fjöldi 40 körrum. Það getur vart talizt siðsemi eða sanngirni og heiðarleiki gagnvart fuglinum og lífríkinu, að láta veiðimenn berja þetta svæði, með árásum á þá fáu fugla, sem þar eru eftir, í allt að 22 daga, nú í nóvember, og murka þannig kannske líftóruna úr síðustu fuglunum!? Árin 2011-2012 voru leyfðir veiðidagar 9, 2017 voru þeir 12. Í fyrra var hækkað í 15 daga, og nú var veiðimönnum sýnd sú rausn að hækka í 22 daga, þrátt fyrir það, að stofninn sé í frjálsu falli. Skilur þetta einhver? Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er samdráttur stofns líka verulegur á 13 af 14 veiðisvæðum. Aðeins á einu svæði á Vesturlandi styrkist stofninn lítillega. Hér gilda sömu athugasemdir. Hvernig í ósköpunum geta stjórnvöld leyft vaxandi veiðar á þessum svæðum!?? Á Norðausturlandi og Austurlandi eru 14 veiðisvæði, þar af 9 í mínus og aðeins 5 í plús. Mat undirritaðs er, að við hæfi hefði verið og full þörf á, að friða rjúpuna um allt land í ljósi þeirrar neikvæðu stofnþróunar, sem að ofan greinir. Ef menn vilja láta eftir veiðimönnum, út af gömlum matarvenjum, sem þó eru ekki nema viljinn til að gleðja sig og sinn munn, í eitt eða tvö skipti, á kostnað fallegra lífvera, sem prýða og auðga lífríkið langt umfram það, sem ein eða tvær máltíðir geta glatt bragðlauka veiðimanna, þá ætti að takmarka veiðar í ár við Norðausturland og Austurland; Suðausturland, Suðurland, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland ætti skilyrðislaust að friða í ár! Talað er um, að veiðimenn séu 6.000, og, að þeir fari að jafnaði 3-4 daga til veiða. Er hér reiknað með alls 12 fuglum á veiðimann. Á þennan hátt stefna stjórnvöld á veiðar að hámarki 72.000 fugla. Á það er vera kvóti ársins, undarlegt nokk meiri fjöldi en til margra ára, þó að stofn fuglsins sé á alvarlegri niðurleið. Getur þetta reikningsdæmi verið alvara manna!? Hanga veiðimenn yfir veiðum daglangt til að ná 3-4 rjúpum? 5-10 rjúpur á dag er væntanlega keppikefli veiðimanna, ef þeir þá yfirhöfuð finna fuglinn, en slík veiði, myndi þýða dráp 20 til 30 fugla á veiðimann yfir veiðitíma. Sé þetta rétt, yrði heildarveiði 120.000 til 180.000 fuglar, í stað 72.000 fugla kvótans, sem stjórnvöld stefna á og treysta. Stjórnvöld virðast trúa mikið á heiðarleika og löghlýðni veiðimanna, og virðast þau vera reiðubúin til að leggja höndina í eldinn fyrir þá. Byggja sína veiðistefnu ótrauð á því, að veiðimenn haldi sig innan 12 fugla marksins, þó að eftirlit sé ekkert. „Stofnunin leggur þó mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar og í ljósi rýmkaðs veiðitíma er ábyrgð veiðimanna mikil,“ skrifar forstjóri Náttúrufræðistofunnar til umhverfisráðherra 11. september sl. Er forstjórinn að boða, að búið sé að færa veiðistjórn frá Náttúrufræðistofnun til veiðimanna, enda treysti hann þeim fyllilega!? Það er engin önnur stjórnun, og „viðleitni til að draga sem mest úr“ eru aðeins innantóm orð. Eins mætti gefa bjórdrykkju eða notkun farsíma við akstur, eða þá ökuhraða, frjálsa og biðla svo til manna um það, að þeir nýti frelsið vel, hóflega, af sanngirni og heiðarlega. Og, svo bara treysta þeim. Stundum er talað um, að menn séu bláeygir. Eða, kannske er þetta meira undirlægjuháttur og eftirlátssemi við öfluga veiðimenn. Margir kunna að vera heiðarlegir í mannlegum samskiptum, en lítið verður oft úr þessum heiðarleika veiðimanna gagnvart bráðinni. Ef veiðimenn bæru tilfinningar eða virðingu fyrir dýrunum, væru þeir alls ekki að limlesta þau og drepa, að gamni sínu og sér til gleði. Nú til dags er þörfin engin. Gott dæmi um óheilindi Skotvíss kom fram á dögunum, en þá var fréttatilkynning í Morgunblaðinu um það, að Skotvís hefði gengið í Evrópska skotveiðasambandið, þó með fyrirvara við banni gegn lunda- og álkuveiðum, sem búið er að útrýma á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum, „… því nóg sé af þessum tegundum hér“, eftir því, sem Skotvís fullyrti. Sannleikurinn er þó annar, því skv. „Válista fugla“ NÍ frá 2018, er lundinn talinn „Tegund í bráðri útrýmingarhættu“, næst á eftir geirfugli og öðrum útdauðum tegundum á Íslandi. Ég sé ekki, að þetta veiðikerfi stjórnvalda verði lagað eða stokkað upp, þannig, að það virki eins og stefnt er að; rjúpunni til velferðar og verndar. Enda er búið að ofsækja og hrella þessa blessuðu veru í slíkum mæli, í gegnum ár og aldir, að engu tali tekur. Það er því löngu kominn tími til, að friða íslenzku rjúpuna alfarið og til frambúðar, þó að algjör friðun náist seint vegna óheiðarleika veiðimanna. Myndi friðun auðga og fegra fátæklegt íslenzkt lífríki, almenningi og ferðamönnum til yndis og gleði.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun